Hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 15:30 Ísak er í stjórn FÁSES. Eurovision-aðdáendur ætla að fagna úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið næstkomandi á Iðnó þar sem félagar í FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub. Fram koma meðal annars KEiiNO, Hera Björk og Regína Ósk eins og segir í tilkynningu frá FÁSES. Á hverju ári er opnaður skemmtistaður í tengslum við Eurovision í borginni sem heldur keppnina sem kallast Euroclub. Þar geta eldheitir aðdáendur slett úr klaufunum undir valinkunnum Eurovision-lögum ásamt því að njóta lifandi flutnings margra keppenda. Fimm lög verða flutt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni en þá verður ákveðið hvaða lag við Íslendingar sendum í Eurovision 2020 í Rotterdam. „Við í FÁSES ákváðum að koma með stemminguna heim og æfa okkur í að halda Euroclub, því að þegar við Íslendingar vinnum þurfum við að skipuleggja slíkan klúbb hér í Reykjavík,” segir Ísak Pálmason stjórnarmaður í FÁSES. „Þar hafa aðdáendur keppninnar tækifæri til að skemmta sér ásamt keppendum við Eurovision-tónlist fram á rauða nótt.” Ísak segir að meðlimir FÁSES hafi haft samband við norska bandið KEiiNO og reynt að fá þau til landsins. „Þau voru mjög spennt og ætla að mæta með prógrammið sitt sem þau hafa verið að túra með um Evrópu síðan þau unnu símakosninguna í Eurovision 2019.” Vildu einnig íslenskar Eurovision-stjörnur Árlega leggja margir Eurovision-aðdáendur upp í ferðalög til að vera viðstaddir úrslit forkeppna um alla Evrópu og eru nokkrir erlendir aðdáendur væntanlegir til Íslands. „Okkur fannst nauðsynlegt að vera með íslenskar Eurovision-stjörnur líka svo við höfðum samband við Heru Björku og Regínu og þær voru meira en til í að koma fram. Svo erum við með leynigesti sem við ætlum ekki að kjafta frá til að halda smá spennu í þessu,” bætir Ísak við. Dj Ohrmeister frá Þýskalandi, sem er einn af plötusnúðunum sem spila á hverju ári á Euroclub, mætir á svæðið og spilar öll skemmtilegustu Eurovision danslögin. „Dj Ohrmester er einn af vinsælustu Eurovision plötusnúðum í heimi og spilar reglulega á Eurovision skemmtistöðum um alla Evrópu.” Júróklúbburinn opnar strax eftir úrslit Söngvakeppninnar laugardagskvöldið 29. febrúar á Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Miðasala fer fram á fases.is. Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Eurovision-aðdáendur ætla að fagna úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið næstkomandi á Iðnó þar sem félagar í FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub. Fram koma meðal annars KEiiNO, Hera Björk og Regína Ósk eins og segir í tilkynningu frá FÁSES. Á hverju ári er opnaður skemmtistaður í tengslum við Eurovision í borginni sem heldur keppnina sem kallast Euroclub. Þar geta eldheitir aðdáendur slett úr klaufunum undir valinkunnum Eurovision-lögum ásamt því að njóta lifandi flutnings margra keppenda. Fimm lög verða flutt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni en þá verður ákveðið hvaða lag við Íslendingar sendum í Eurovision 2020 í Rotterdam. „Við í FÁSES ákváðum að koma með stemminguna heim og æfa okkur í að halda Euroclub, því að þegar við Íslendingar vinnum þurfum við að skipuleggja slíkan klúbb hér í Reykjavík,” segir Ísak Pálmason stjórnarmaður í FÁSES. „Þar hafa aðdáendur keppninnar tækifæri til að skemmta sér ásamt keppendum við Eurovision-tónlist fram á rauða nótt.” Ísak segir að meðlimir FÁSES hafi haft samband við norska bandið KEiiNO og reynt að fá þau til landsins. „Þau voru mjög spennt og ætla að mæta með prógrammið sitt sem þau hafa verið að túra með um Evrópu síðan þau unnu símakosninguna í Eurovision 2019.” Vildu einnig íslenskar Eurovision-stjörnur Árlega leggja margir Eurovision-aðdáendur upp í ferðalög til að vera viðstaddir úrslit forkeppna um alla Evrópu og eru nokkrir erlendir aðdáendur væntanlegir til Íslands. „Okkur fannst nauðsynlegt að vera með íslenskar Eurovision-stjörnur líka svo við höfðum samband við Heru Björku og Regínu og þær voru meira en til í að koma fram. Svo erum við með leynigesti sem við ætlum ekki að kjafta frá til að halda smá spennu í þessu,” bætir Ísak við. Dj Ohrmeister frá Þýskalandi, sem er einn af plötusnúðunum sem spila á hverju ári á Euroclub, mætir á svæðið og spilar öll skemmtilegustu Eurovision danslögin. „Dj Ohrmester er einn af vinsælustu Eurovision plötusnúðum í heimi og spilar reglulega á Eurovision skemmtistöðum um alla Evrópu.” Júróklúbburinn opnar strax eftir úrslit Söngvakeppninnar laugardagskvöldið 29. febrúar á Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Miðasala fer fram á fases.is.
Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira