Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:09 Rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09