Viðskipti innlent

Grillið á Hótel Sögu opnar aftur í dag

Grillið á Hótel Sögu opnar formlega að nýju í dag eftir gagngerar endurbætur á húsnæði og salarkynnum veitingastaðarins. Endurbæturnar hafa staðið yfir frá áramótum.

Í tilkynningu segir að það voru þau Leifur Welding og Berglind Berndsen innanhússarkitekt sem önnuðust hönnun á framkvæmdinni en unnið var hörðum höndum við að fara áratugi aftur í tímann og leita upprunans í hönnun sem var stórglæsileg þegar hótelið var reist á sínum tíma. Útgangspunkturinn var að koma Grillinu sem næst sínu upprunalega útliti.

Gömlu kóngastólarnir eins og þeir voru kallaðir hér á árum áður fengu nýja yfirdekkingu og upprunalegir stólar sem Halldór Jónsson arkitekt Hótel Sögu hannaði fyrir hótelið fyrir 50 árum voru endurgerðir fyrir veitingasalinn og barinn.

Sigurður Helgason er yfirmatreiðslumaður í Grillinu en í vikunni var kynnt að hann yrði næsti kandídat fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or matreiðslukeppninni sem er ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum og er þetta mikill heiður fyrir hann, að því er segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×