Þær Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sáu til þess að þeirra lið fengu þrjú stig í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Greta Mjöll skoraði fernu fyrir Breiðablik sem valtaði yfir Þrótt. Blikar enn í þriðja sæti deildarinnar en aðeins stigi á eftir Val sem er í öðru sæti.
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfosskvenna sem sóttu þrjú stig í Mosfellsbæinn. Selfoss í fimmta sæti deildarinnar.
Þróttur er í neðsta sæti en Afturelding því áttunda.
Úrslit:
Breiðablik-Þróttur 5-0
1-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (25.), 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (45.), 3-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (68). 4-0 Hildur Sif Hauksdóttir (77.), Greta Mjöll Samúelsdóttir (88.).
Afturelding-Selfoss 0-2
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (28.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (38.).
Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
Greta með fernu og Guðmunda tvennu
