Búinn að spila tvo metleiki í röð í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2013 06:30 Jón Arnór Stefánsson hitti meðal annars úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum.Fréttablaðið/Daníel Jón Arnór Stefánsson sýndi mátt sinn og megin á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni en því miður dugði það ekki til sigurs. Lokaskot kappans rúllaði á hringnum. Hefði skotið farið ofan í körfuna hefði hann ekki aðeins tryggt íslenska liðinu framlengingu heldur einnig bætt stigamet landsliðsmanns í Höllinni. Það er enginn svikinn af því að mæta í Höllina þegar gullmolinn Jón Arnór Stefánsson er á svæðinu. Jón Arnór jafnaði stigametið í landsleik í Laugardalshöllinni í þessum leik en svo skemmtilega vill til að Jón setti metið sjálfur í síðasta leik sínum í Höllinni sem var á móti Svartfellingum fyrir ári síðan. „Jón Arnór Stefánsson átti eina mögnuðustu frammistöðu sem ég hef séð á körfuboltavelli með berum augum,“ skrifaði hinn margreyndi þjálfari Benedikt Guðmundsson á fésbókarsíðu sína eftir leik og ekki að ástæðulausu. „Frammistaða Jóns var suddaleg. Stig, fráköst og annað sem er nokkuð augljóst er bara brot af því sem hann gerði í kvöld. Krafturinn, viljinn, yfirferðin, einstaklingsvörnin, hjálparvörnin, staðsetningar og fleira undirstrikaði að hann er einn af okkar bestu íþróttamönnum allra tíma. Allt þetta hálf meiddur og ekki nálægt sínu besta formi,“ bætti Benedikt við. En stigin voru 32 talsins og Jón Arnór hefur því skorað 32 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í Laugardalshöllinni. Hann er nú í hópi með Teiti Örlygssyni yfir þá sem hafa oftast brotið 30 stiga múrinn í landsleik í Höllinni. Jón Arnór gerði samt betur en á móti Svartfjallalandi í fyrra þar sem hann hitti „bara“ úr 8 af 19 skotum sínum. Þá fékk hann 14 vítaskot (hitti úr 13) en í fyrrakvöld fékk þessi frábæri leikmaður lítið frá dómurum leiksins. Jón Arnór fékk aðeins tvö víti allan leikinn á móti Búlgörum en hann hitti úr 13 af 21 skoti sínu (62 prósent) í leiknum þar af fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni.Flest stig í leik í Laugardalshöllinni:32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Búlgaríu 13. ágúst 2013)32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Svartfjallalandi 8. september 2012)31 stig - Pálmar Sigurðsson (á móti Noregi 17. apríl 1986)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Írlandi 24. maí 1996)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Lúxemborg 22. maí 1996)29 stig - Logi Gunnarsson (á móti Slóveníu 29. nóvember 2000)28 stig - Pétur Guðmundsson (á móti Finnlandi 26. mars 1981)28 stig - Teitur Örlygsson (á móti Noregi 14. maí 1996) Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson sýndi mátt sinn og megin á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni en því miður dugði það ekki til sigurs. Lokaskot kappans rúllaði á hringnum. Hefði skotið farið ofan í körfuna hefði hann ekki aðeins tryggt íslenska liðinu framlengingu heldur einnig bætt stigamet landsliðsmanns í Höllinni. Það er enginn svikinn af því að mæta í Höllina þegar gullmolinn Jón Arnór Stefánsson er á svæðinu. Jón Arnór jafnaði stigametið í landsleik í Laugardalshöllinni í þessum leik en svo skemmtilega vill til að Jón setti metið sjálfur í síðasta leik sínum í Höllinni sem var á móti Svartfellingum fyrir ári síðan. „Jón Arnór Stefánsson átti eina mögnuðustu frammistöðu sem ég hef séð á körfuboltavelli með berum augum,“ skrifaði hinn margreyndi þjálfari Benedikt Guðmundsson á fésbókarsíðu sína eftir leik og ekki að ástæðulausu. „Frammistaða Jóns var suddaleg. Stig, fráköst og annað sem er nokkuð augljóst er bara brot af því sem hann gerði í kvöld. Krafturinn, viljinn, yfirferðin, einstaklingsvörnin, hjálparvörnin, staðsetningar og fleira undirstrikaði að hann er einn af okkar bestu íþróttamönnum allra tíma. Allt þetta hálf meiddur og ekki nálægt sínu besta formi,“ bætti Benedikt við. En stigin voru 32 talsins og Jón Arnór hefur því skorað 32 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í Laugardalshöllinni. Hann er nú í hópi með Teiti Örlygssyni yfir þá sem hafa oftast brotið 30 stiga múrinn í landsleik í Höllinni. Jón Arnór gerði samt betur en á móti Svartfjallalandi í fyrra þar sem hann hitti „bara“ úr 8 af 19 skotum sínum. Þá fékk hann 14 vítaskot (hitti úr 13) en í fyrrakvöld fékk þessi frábæri leikmaður lítið frá dómurum leiksins. Jón Arnór fékk aðeins tvö víti allan leikinn á móti Búlgörum en hann hitti úr 13 af 21 skoti sínu (62 prósent) í leiknum þar af fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni.Flest stig í leik í Laugardalshöllinni:32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Búlgaríu 13. ágúst 2013)32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Svartfjallalandi 8. september 2012)31 stig - Pálmar Sigurðsson (á móti Noregi 17. apríl 1986)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Írlandi 24. maí 1996)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Lúxemborg 22. maí 1996)29 stig - Logi Gunnarsson (á móti Slóveníu 29. nóvember 2000)28 stig - Pétur Guðmundsson (á móti Finnlandi 26. mars 1981)28 stig - Teitur Örlygsson (á móti Noregi 14. maí 1996)
Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira