Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. maí 2020 20:00 Flöskuborðin á b5 hafa ekki verið í boði í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Þegar þú ert einhleypur einstaklingur spilar félagslífið og skemmtanalífið yfirleitt mikilvægan sess í lífi þínu. Hitta vinina á kaffihúsi, fara út að borða á stefnumóti, happy hour á barnum eftir vinnu eða trylltur dans undir morgun á skemmtistöðum bæjarins. En hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál tóku púlsinn á nokkrum einhleypum einstaklingum hér á landi og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið undanfarnar vikur. Miklu meira úrval í sumar „Samkomubann er eitt en samfarabann, það er eitthvað annað sko! Hellað ástand!“ - 40 ára kona. „Núna er Neshringurinn nýi Kaffibarinn.“ - 27 ára kona Þetta COVID ástand er það besta sem gat gerst fyrir okkur einhleypa fólkið. Núna eru öll pör búin að vera tilneydd til að vera saman allan sólarhringinn í alltof marga daga svo að ég spái skilnaðarhrinu núna í sumar. Þá komum við einhleypa fólkið sterkt inn. Nú verður MIKLU MIKLU meira úrval fyrir okkur. - 40 ára kona „Eins og það að vera einhleyp og innilokuð í samkomubanni sé ekki nógu slæmt þá þurfti endilega að koma nýtt trend á Instagram. FYRSTA PARAMYNDIN! Rub it in, rub it in!“ - 38 ára kona Óvenjuleg sjón. Laugavegur á föstudagskvöldi í samkomubanni.Vísir/Vilhelm „Ég komst kannski ekki á djammið en ég fór allavega ekki einn heim úr röðinni í Ríkinu.“ - 26 ára karlmaður „Fékk mér Tinder því að mér leiddist. Þar fylltist allt af túristum sem hefðu átt að vera á Íslandi á þessum tíma og þeir vildu allir endilega spjalla. Mjög skrítið FLEX.“ - 26 ára kona Fann ástina á skokkinu „Þar sem öll stefnumótaforrit liggja hálfpartinn niðri þá var ég gjörsamlega orðinn sveltur af öllu. Ég byrjaði að hreyfa mig og fór að skokka alltaf sama hringinn. Ég byrjaði þá að sjá alltaf sama strákinn aftur og aftur og smátt og smátt byrjaði hann að brosa til mín. Ótrúlegt en satt þá erum við svo byrjaðir að hittast í dag.“ - 36 ára karlmaður Með hækkandi sól munu elskendur eflaust fjölmenna í Nauthólsvík og eiga góða stund saman.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er svo skrýtið ástand. Allt er hey í harðindum kannski?“ - 37 ára kona „Nýjasta pickup línan í samkomubanninu er: Hey komdu ef þú þorir? Auðvitað meira grín en alvara en manni hefur liðið svolítið eins maður sé eitraður “ - 38 ára kona „Ástandið er svolítið svona BACK TO BASICS núna. Maður reynir að fara út að labba í von um að rekast alveg óvart á einhvern spennandi. Stefnumótaöppin eru ekki eins skemmtileg lengur.“ - 38 ára karl „Æj þetta er allt alveg jafn steindautt og fyrir COVID.“ - 30 ára kona „Íslenskur karlpeningur hefur aldrei verið eins THIRSTY! Mér líður núna alltaf eins og sætustu stelpunni á ballinu. Þeir senda endalaust. Þvílík gredda í loftinu.“ - 36 ára kona Þeir sem eiga skemmtilega sögu úr stefnumótalífinu í samkomubanninu og vilja deila með Makamálum geta sent tölvupóst á makamal@syn.is Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þegar þú ert einhleypur einstaklingur spilar félagslífið og skemmtanalífið yfirleitt mikilvægan sess í lífi þínu. Hitta vinina á kaffihúsi, fara út að borða á stefnumóti, happy hour á barnum eftir vinnu eða trylltur dans undir morgun á skemmtistöðum bæjarins. En hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál tóku púlsinn á nokkrum einhleypum einstaklingum hér á landi og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið undanfarnar vikur. Miklu meira úrval í sumar „Samkomubann er eitt en samfarabann, það er eitthvað annað sko! Hellað ástand!“ - 40 ára kona. „Núna er Neshringurinn nýi Kaffibarinn.“ - 27 ára kona Þetta COVID ástand er það besta sem gat gerst fyrir okkur einhleypa fólkið. Núna eru öll pör búin að vera tilneydd til að vera saman allan sólarhringinn í alltof marga daga svo að ég spái skilnaðarhrinu núna í sumar. Þá komum við einhleypa fólkið sterkt inn. Nú verður MIKLU MIKLU meira úrval fyrir okkur. - 40 ára kona „Eins og það að vera einhleyp og innilokuð í samkomubanni sé ekki nógu slæmt þá þurfti endilega að koma nýtt trend á Instagram. FYRSTA PARAMYNDIN! Rub it in, rub it in!“ - 38 ára kona Óvenjuleg sjón. Laugavegur á föstudagskvöldi í samkomubanni.Vísir/Vilhelm „Ég komst kannski ekki á djammið en ég fór allavega ekki einn heim úr röðinni í Ríkinu.“ - 26 ára karlmaður „Fékk mér Tinder því að mér leiddist. Þar fylltist allt af túristum sem hefðu átt að vera á Íslandi á þessum tíma og þeir vildu allir endilega spjalla. Mjög skrítið FLEX.“ - 26 ára kona Fann ástina á skokkinu „Þar sem öll stefnumótaforrit liggja hálfpartinn niðri þá var ég gjörsamlega orðinn sveltur af öllu. Ég byrjaði að hreyfa mig og fór að skokka alltaf sama hringinn. Ég byrjaði þá að sjá alltaf sama strákinn aftur og aftur og smátt og smátt byrjaði hann að brosa til mín. Ótrúlegt en satt þá erum við svo byrjaðir að hittast í dag.“ - 36 ára karlmaður Með hækkandi sól munu elskendur eflaust fjölmenna í Nauthólsvík og eiga góða stund saman.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er svo skrýtið ástand. Allt er hey í harðindum kannski?“ - 37 ára kona „Nýjasta pickup línan í samkomubanninu er: Hey komdu ef þú þorir? Auðvitað meira grín en alvara en manni hefur liðið svolítið eins maður sé eitraður “ - 38 ára kona „Ástandið er svolítið svona BACK TO BASICS núna. Maður reynir að fara út að labba í von um að rekast alveg óvart á einhvern spennandi. Stefnumótaöppin eru ekki eins skemmtileg lengur.“ - 38 ára karl „Æj þetta er allt alveg jafn steindautt og fyrir COVID.“ - 30 ára kona „Íslenskur karlpeningur hefur aldrei verið eins THIRSTY! Mér líður núna alltaf eins og sætustu stelpunni á ballinu. Þeir senda endalaust. Þvílík gredda í loftinu.“ - 36 ára kona Þeir sem eiga skemmtilega sögu úr stefnumótalífinu í samkomubanninu og vilja deila með Makamálum geta sent tölvupóst á makamal@syn.is
Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira