Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 21-22 | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir háspennu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. mars 2020 22:45 Tandri Már Konráðsson og félagar í Stjörnunni mæta ÍBV í bikarúrslitaleiknum. vísir/bára Stjarnan er komin í úrslit í Coca Cola-bikars karla eftir eins marks sigur á móti Aftureldingu í undanúrslitum, 21-22 og mætir því ÍBV í Laugardalshöll í úrslitum á laugardaginn 7. mars. Fyrri hálfleikur fór heldur hægt af stað. Afturelding leiddi með þremur mörkum, 5-2 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Rúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar tekur leikhlé í stöðunni 10-7 og las aðeins yfir liðinu, Stjörnumenn gáfu þá aðeins í. Staðan í hálfleik var 13-11 Aftureldingu í vil. Seinni hálfleikur byrjaði með svipuðu sniði og sá fyrri. Afturelding gaf aftur í og var í 2. – 3. marka forystu alveg fram á 50. mínútu. Þá áttu Afturelding erfitt með að hitta á markið og skoruðu aðeins 1 mark á síðustu 10 mínútunum leiksins. Úlfar Páll Monsi kom stjörnumönnum yfir 21-22 og tryggði þeim farseðil í úrslitin. Stjarnan mætir íBV í úrslitum laugardaginn 7. mars kl 16:00 Hverjir stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu var Guðmundur Árni Ólafsson atkvæðamestur með sjö mörk. Á eftir honum voru það Einar Ingi Hrafnsson, Gunnar Kristinn Þórsson og Birkir Benediktssson með þrjú mörk. Arnór Freyr Stefánsson var öflugur í markinu með fjórtán varða bolta, 40% markvörslu. Hjá Stjörnumönnum var Tandri Már Konráðsson atkvæðamestur með sex mörk. Leó Snær Pétursson var með fimm mörk og Andri Már Rúnarsson var með fjögur mörk. Brynar Darri Baldursson var gríðarlega góður í markinu með fjórtán bolta varða, 44% markvörslu. Hvað gekk illa? Stjarnan var alltaf einu skrefi á eftir Aftureldingu alveg fram á 50. mínútu. Þá fór varnarleikurinn hjá Aftureldingu að gefa eftir og því fór sem fór. Hvað er framundan? Stjarnan mætir ÍBV í úrslitum á laugardaginn 7. mars kl 16:00. Afturelding er dottið út og bíða þeir því eftir næsta Olís-deildar leik, þá mæta þeir Fram í Safamýrinni miðvikdaginn 11. mars kl 19:30.Rúnar: Ánægður með að plan B gekk uppRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með baráttuandann í sínum mönnum. „Ég er ótrúlega ánægður að við skyldum vinna þá, þrátt fyrir að af okkar hálfu gengu margir hlutir ekki upp sem áttu að ganga upp. Ég er ángæður með að plan B gekk upp.“ Eins og fyrr hefur komið fram vann Stjarnan leikinn þrátt fyrir að Afturelding var með yfirhöndina bróðurpart leiksins. „Við vorum að nálgast þá en náðum aldrei að komast yfir eða jafna þá almennilega, það var alltaf eitthvað sem stóð í veginum. Þeim mun ánægjulegra að klára þetta.“ Stjarnan átti erfitt með að finna svör við sterki vörn hjá Aftureldingu í dag og voru lykilmenn liðsins ekki að finna sig. ,,Það voru nokkrir hjá okkur sem áttu kannski ekki góðan dag í dag sem eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkar lið og ég held að þeir komi miklu sterkari inn á laugardaginn.“ Stjarnan mætir gríðarlega sterku ÍBV liði í Laugardalshöllinni á laugardaginn eftir að ÍBV lagði Hauka að velli fyrr í kvöld. „Það er sigur í dag, við ætlum að njóta þess í kvöld, undibúum okkur svo á morgun og mætum ferskir á laugardaginn.“ sagði Rúnar Sigtryggsson að lokum.Guðmundur Árni: Óvanalegt af okkur að skora bara 20 mörk Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar, var svekktur eftir tap liðsins við Stjörnuna í Coca-cola bikar karla í kvöld. „Það eru vonbrigði að tapa. Við spiluðum virkilega góða vörn og vorum með góða markvörslu og vorum yfir bróðurpartinn af leiknum. Það er svekkjandi að tapa þessu í lokin.“ Afturelding var yfir allt fram að 50. mínútu, þá tóku Stjörnumenn við sér og kláruðu leikinn með einu marki. „Stjarnan stóð virkilega góða vörn og voru mjög aggresífir út í okkur sem við áttum ekki von á. Bjarki kemur inn í vörnina og var frábær og setur þeirra varnaleik upp á næsta level.“ „Okkar skot voru ekki alveg að detta eins og við ætluðumst til. Það var ekkert kæruleysi, þeir söxuðu á þetta hægt og rólega. Við náðum ekki að halda dampi sóknarlega og það er óvanalegt af okkur að skora bara 20 mörk.“ sagði Guðmundur Árni að lokum en Afturelding náði aðeins að skora eitt mark á síðustu 10 mínútum leiksins og þurftu því að sitja eftir með sárt ennið þar sem lokatölur leiksins voru 21-22 fyrir Stjörnunni. Ekki náðist viðtal við Einar Andra þjálfara Aftureldingar. Íslenski handboltinn
Stjarnan er komin í úrslit í Coca Cola-bikars karla eftir eins marks sigur á móti Aftureldingu í undanúrslitum, 21-22 og mætir því ÍBV í Laugardalshöll í úrslitum á laugardaginn 7. mars. Fyrri hálfleikur fór heldur hægt af stað. Afturelding leiddi með þremur mörkum, 5-2 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Rúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar tekur leikhlé í stöðunni 10-7 og las aðeins yfir liðinu, Stjörnumenn gáfu þá aðeins í. Staðan í hálfleik var 13-11 Aftureldingu í vil. Seinni hálfleikur byrjaði með svipuðu sniði og sá fyrri. Afturelding gaf aftur í og var í 2. – 3. marka forystu alveg fram á 50. mínútu. Þá áttu Afturelding erfitt með að hitta á markið og skoruðu aðeins 1 mark á síðustu 10 mínútunum leiksins. Úlfar Páll Monsi kom stjörnumönnum yfir 21-22 og tryggði þeim farseðil í úrslitin. Stjarnan mætir íBV í úrslitum laugardaginn 7. mars kl 16:00 Hverjir stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu var Guðmundur Árni Ólafsson atkvæðamestur með sjö mörk. Á eftir honum voru það Einar Ingi Hrafnsson, Gunnar Kristinn Þórsson og Birkir Benediktssson með þrjú mörk. Arnór Freyr Stefánsson var öflugur í markinu með fjórtán varða bolta, 40% markvörslu. Hjá Stjörnumönnum var Tandri Már Konráðsson atkvæðamestur með sex mörk. Leó Snær Pétursson var með fimm mörk og Andri Már Rúnarsson var með fjögur mörk. Brynar Darri Baldursson var gríðarlega góður í markinu með fjórtán bolta varða, 44% markvörslu. Hvað gekk illa? Stjarnan var alltaf einu skrefi á eftir Aftureldingu alveg fram á 50. mínútu. Þá fór varnarleikurinn hjá Aftureldingu að gefa eftir og því fór sem fór. Hvað er framundan? Stjarnan mætir ÍBV í úrslitum á laugardaginn 7. mars kl 16:00. Afturelding er dottið út og bíða þeir því eftir næsta Olís-deildar leik, þá mæta þeir Fram í Safamýrinni miðvikdaginn 11. mars kl 19:30.Rúnar: Ánægður með að plan B gekk uppRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með baráttuandann í sínum mönnum. „Ég er ótrúlega ánægður að við skyldum vinna þá, þrátt fyrir að af okkar hálfu gengu margir hlutir ekki upp sem áttu að ganga upp. Ég er ángæður með að plan B gekk upp.“ Eins og fyrr hefur komið fram vann Stjarnan leikinn þrátt fyrir að Afturelding var með yfirhöndina bróðurpart leiksins. „Við vorum að nálgast þá en náðum aldrei að komast yfir eða jafna þá almennilega, það var alltaf eitthvað sem stóð í veginum. Þeim mun ánægjulegra að klára þetta.“ Stjarnan átti erfitt með að finna svör við sterki vörn hjá Aftureldingu í dag og voru lykilmenn liðsins ekki að finna sig. ,,Það voru nokkrir hjá okkur sem áttu kannski ekki góðan dag í dag sem eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkar lið og ég held að þeir komi miklu sterkari inn á laugardaginn.“ Stjarnan mætir gríðarlega sterku ÍBV liði í Laugardalshöllinni á laugardaginn eftir að ÍBV lagði Hauka að velli fyrr í kvöld. „Það er sigur í dag, við ætlum að njóta þess í kvöld, undibúum okkur svo á morgun og mætum ferskir á laugardaginn.“ sagði Rúnar Sigtryggsson að lokum.Guðmundur Árni: Óvanalegt af okkur að skora bara 20 mörk Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar, var svekktur eftir tap liðsins við Stjörnuna í Coca-cola bikar karla í kvöld. „Það eru vonbrigði að tapa. Við spiluðum virkilega góða vörn og vorum með góða markvörslu og vorum yfir bróðurpartinn af leiknum. Það er svekkjandi að tapa þessu í lokin.“ Afturelding var yfir allt fram að 50. mínútu, þá tóku Stjörnumenn við sér og kláruðu leikinn með einu marki. „Stjarnan stóð virkilega góða vörn og voru mjög aggresífir út í okkur sem við áttum ekki von á. Bjarki kemur inn í vörnina og var frábær og setur þeirra varnaleik upp á næsta level.“ „Okkar skot voru ekki alveg að detta eins og við ætluðumst til. Það var ekkert kæruleysi, þeir söxuðu á þetta hægt og rólega. Við náðum ekki að halda dampi sóknarlega og það er óvanalegt af okkur að skora bara 20 mörk.“ sagði Guðmundur Árni að lokum en Afturelding náði aðeins að skora eitt mark á síðustu 10 mínútum leiksins og þurftu því að sitja eftir með sárt ennið þar sem lokatölur leiksins voru 21-22 fyrir Stjörnunni. Ekki náðist viðtal við Einar Andra þjálfara Aftureldingar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti