Dómararnir í sjokki þegar Regína og Max voru send heim Sóley Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2020 21:30 Úrslitin komu flestum á óvart Vísir/M. Flóvent Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira