Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. maí 2020 21:00 Emilía, markaðsstjóri hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu, segir sölu á hjálpartækjum hafa stóraukist í samkomubanninu. Getty „Þetta hefur verið algjör sprengja. Netsalan hefur stóraukist sem og salan í búðinni og núna eru það pörin sem eru að kaupa mest.“ Þetta segir Emilía markaðsstjóri hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu. Mikið hefur verið tala um breytta kauphegðun Íslendinga í samkomubanninu en margar búðir hafa tekið upp á því að bjóða upp á fría heimsendingu og þar með stóraukið netsölu sína. Makamál höfðu samband við Emilíu markaðsstjóra Adams og Evu og fengu að forvitnast aðeins um hvort sala á hjálpartækjum hafi eitthvað breyst á tímum COVID og samkomubanns. Það sem kemur kannski mest á óvart er að núna eru það pör sem eru að kaupa mest hjá okkur. Bindigræjur og allskyns spil fyrir pör rjúka út. Sleipiefni, sem eru yfirleitt mest selda varan okkar, hafa líka aukist mikið í sölu. Upplifið þið að fólk sé feimið við að koma beint í búðina og nýti sér þá netverslunina frekar? „Við ákváðum að bjóða upp á fría heimsendingu í netverslun okkar þegar samkomubannið skall á svo að við sjáum mikla aukningu þar. En það sem gerðist líka var að salan í búðinni sjálfri jókst til muna. Fólk virðist því almennt bara vera að versla meira.“ Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir svona mikilli aukningu í sölunni núna? Ætli fólk hafi bara ekki meiri tíma fyrir sig og sambandið núna. Kannski finnst fólki þetta bara vera góður tími til að gera smá tilraunir í svefnherberginu og leika sér saman. Getty Emilía segir að frá því hún byrjaði að vinna í Adam og Evu fyrir fjórum árum síðan hafi hún séð mikla breytingu hjá almenningi varðandi kaup á hjálpartækjum. Hún segir fólk vera almennt orðið ófeimnara þó að það séu alltaf einstaklingar inn á milli sem finnast óþægilegt að koma inn. Það er alltaf einstaka karlmaður sem kemur inn og er þá að kaupa fyrir sig og vini sína sem þora kannski ekki að koma inn sjálfir. Makamál þakka Emilíu kærlega fyrir spjallið og fagna að sjálfsögðu aukinni leikgleði í svefnherbergjum landans. Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Flestir Íslendingar byrja að stunda kynlíf á aldrinum 15 til 18 ára Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála byrja konur og karlar hér á landi að stunda kynlíf á svipuðum aldri. 28. febrúar 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Þetta hefur verið algjör sprengja. Netsalan hefur stóraukist sem og salan í búðinni og núna eru það pörin sem eru að kaupa mest.“ Þetta segir Emilía markaðsstjóri hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu. Mikið hefur verið tala um breytta kauphegðun Íslendinga í samkomubanninu en margar búðir hafa tekið upp á því að bjóða upp á fría heimsendingu og þar með stóraukið netsölu sína. Makamál höfðu samband við Emilíu markaðsstjóra Adams og Evu og fengu að forvitnast aðeins um hvort sala á hjálpartækjum hafi eitthvað breyst á tímum COVID og samkomubanns. Það sem kemur kannski mest á óvart er að núna eru það pör sem eru að kaupa mest hjá okkur. Bindigræjur og allskyns spil fyrir pör rjúka út. Sleipiefni, sem eru yfirleitt mest selda varan okkar, hafa líka aukist mikið í sölu. Upplifið þið að fólk sé feimið við að koma beint í búðina og nýti sér þá netverslunina frekar? „Við ákváðum að bjóða upp á fría heimsendingu í netverslun okkar þegar samkomubannið skall á svo að við sjáum mikla aukningu þar. En það sem gerðist líka var að salan í búðinni sjálfri jókst til muna. Fólk virðist því almennt bara vera að versla meira.“ Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir svona mikilli aukningu í sölunni núna? Ætli fólk hafi bara ekki meiri tíma fyrir sig og sambandið núna. Kannski finnst fólki þetta bara vera góður tími til að gera smá tilraunir í svefnherberginu og leika sér saman. Getty Emilía segir að frá því hún byrjaði að vinna í Adam og Evu fyrir fjórum árum síðan hafi hún séð mikla breytingu hjá almenningi varðandi kaup á hjálpartækjum. Hún segir fólk vera almennt orðið ófeimnara þó að það séu alltaf einstaklingar inn á milli sem finnast óþægilegt að koma inn. Það er alltaf einstaka karlmaður sem kemur inn og er þá að kaupa fyrir sig og vini sína sem þora kannski ekki að koma inn sjálfir. Makamál þakka Emilíu kærlega fyrir spjallið og fagna að sjálfsögðu aukinni leikgleði í svefnherbergjum landans.
Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Flestir Íslendingar byrja að stunda kynlíf á aldrinum 15 til 18 ára Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála byrja konur og karlar hér á landi að stunda kynlíf á svipuðum aldri. 28. febrúar 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Flestir Íslendingar byrja að stunda kynlíf á aldrinum 15 til 18 ára Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála byrja konur og karlar hér á landi að stunda kynlíf á svipuðum aldri. 28. febrúar 2020 10:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30
Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00