Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:38 Fækkun ferðamanna hefur komið illa niður á íslenskum fyrirtækjum, ekki síst fyrirtækjum í ferðaþjónustu eins og gefur að skilja. Þess má vænta að krafa um tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins verði framlengd um mánuð. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar vegna kórónuveirufaraldursins. Sé mið tekið af könnun sem SA framkvæmdi meðal forstöðumannanna má ætla að uppsagnir muni ná til um 3,2 prósenta starfsmanna þeirra, sé það heimfært á hagkerfið í heild gæti það samsvarað um 5600 uppsögnum. Könnun SA var framkvæmd dagana 22. apríl til 4. maí. Sé hún borin saman við sambærilega könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna í lok mars má sjá að umtalsvert meiri svartsýni gætir í svörum forstöðumannanna. Þannig gerðu flestir þeirra ráð fyrir að kreppa vegna kórónuveirunnar myndi standa í á bilinu 3 til 7 mánuði þegar þeir voru spurðir í mars lok. Nýja könnunin sýnir hins vegar að forstöðumennirnir búa sig í dag undir lengri kreppu, að jafnaði gera þeir ráð fyrir að hún muni standa yfir í ár. Kórónuveiran er sögð hafa lækkað tekjur um 70 prósent fyrirtækja í íslensku atvinnulífi í síðasta mánuði, sé hana borinn saman við aprílmánuð í fyrra. Fjórðungur fyrirtækja hafi þannig sé rúmlega 75 prósent tekna sinna fuðra upp og tíunda hvert fyrirtæki horft upp á helmings samdrátt. Mestur samdráttur var meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Könnunina, sem Maskína framkvæmdi fyrir SA, má nálgast hér. Spurningar voru lagðar fyrir 1.800 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA og svöruðu 686, sem gerir 37 prósent svarhlutfall. Starfsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru um 40 þúsund sem svarar til tæplega 30 prósent starfsmanna í viðskiptahagkerfinu. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar vegna kórónuveirufaraldursins. Sé mið tekið af könnun sem SA framkvæmdi meðal forstöðumannanna má ætla að uppsagnir muni ná til um 3,2 prósenta starfsmanna þeirra, sé það heimfært á hagkerfið í heild gæti það samsvarað um 5600 uppsögnum. Könnun SA var framkvæmd dagana 22. apríl til 4. maí. Sé hún borin saman við sambærilega könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna í lok mars má sjá að umtalsvert meiri svartsýni gætir í svörum forstöðumannanna. Þannig gerðu flestir þeirra ráð fyrir að kreppa vegna kórónuveirunnar myndi standa í á bilinu 3 til 7 mánuði þegar þeir voru spurðir í mars lok. Nýja könnunin sýnir hins vegar að forstöðumennirnir búa sig í dag undir lengri kreppu, að jafnaði gera þeir ráð fyrir að hún muni standa yfir í ár. Kórónuveiran er sögð hafa lækkað tekjur um 70 prósent fyrirtækja í íslensku atvinnulífi í síðasta mánuði, sé hana borinn saman við aprílmánuð í fyrra. Fjórðungur fyrirtækja hafi þannig sé rúmlega 75 prósent tekna sinna fuðra upp og tíunda hvert fyrirtæki horft upp á helmings samdrátt. Mestur samdráttur var meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Könnunina, sem Maskína framkvæmdi fyrir SA, má nálgast hér. Spurningar voru lagðar fyrir 1.800 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA og svöruðu 686, sem gerir 37 prósent svarhlutfall. Starfsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru um 40 þúsund sem svarar til tæplega 30 prósent starfsmanna í viðskiptahagkerfinu.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira