Handbolti

Ragnar: Liðið er að þroskast

Ingvi Þór Sæmundsson í Mýrinni skrifar
Stjörnukonur mæta Fram í undanúrslitunum.
Stjörnukonur mæta Fram í undanúrslitunum. vísir/valli
Ragnar Hermannsson, annar þjálfari Stjörnunnar, sagði sínar stúlkur hafa sýnt mikinn styrk þegar þær lögðu Val að velli, 23-21, oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar.

"Þetta var mjög erfitt einvígi. Valur var spila gríðarlega góða vörn og Berglind var góð í markinu.

"Það er alltaf erfitt að vinna lið sem fær ekki á sig meira en 20 mörk í leik," sagði Ragnar en Stjarnan byrjaði ekki vel í leiknum í dag, öfugt við fyrstu tvo leikina í einvíginu.

"Ég held að Valsmenn hafi talað um það á fundum fyrir leikinn að byrja ekki svona illa eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Og þær komu mjög vel stemmdar til leiks og refsuðu okkur grimmt með mörkum úr hraðaupphlaupum.

"Síðan er þetta einvígi búið að vera gríðarlega jafnt, þar sem liðin skiptast á að eiga góða kafla. Þetta snýst um eitthvað pínulítið í lokin," sagði Ragnar sem sagði Stjörnustúlkur hafa sýnt mikinn andlegan styrk í dag og þá sérstaklega undir lokin.

"Þá kom í ljós að liðið er að þroskast. Við töpuðum öllum svona leikjum í fyrra og einum bikarleik fyrir jól, en það er ekki margir jafnir leikir sem við höfum tapað eftir jól.

"Þetta er mikið þroskamerki hjá liðinu," sagði Ragnar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×