Samvinna, ekki hernaður 5. mars 2007 10:20 Þrír stórir Leiðtogar Bandaríkjanna, Kína og Rússlands, þeir George W. Bush, Hu Jintao og Vladimír Pútín, fengu tækifæri til að ræða málin þegar þeir hittust í Víetnam í haust.fréttablaðið/AFP Spurning: Þegar þú ræðir um að koma í veg fyrir annað kalt stríð, milli hverra sérðu fyrir þér að slíkt stríð gæti staðið? Bandaríkjanna og allra annarra? Vesturlanda og íslam? Íslam og allra annarra? Vesturlanda og Rússlands? - Jel McGill, London Svar: Það eru ekki miklar líkur á að kalt stríð eins og það sem stóð frá sjötta til níunda áratugar síðustu aldar bresti á aftur. En spennan og óttinn sem nú ríkja í heimsmálunum bera sömu einkenni og þegar heimurinn stóð í skugga kjarnorkuógnar. Við horfum upp á hervæðingu margra landa, sem leggja mesta áherslu á herafla í öryggisskyni, stóraukin útgjöld til hermála, nýtt vopnakapphlaup og vaxandi hættu á útbreiðslu kjarnavopna. Og vopnasala er að fara úr böndunum. Á yfirborðinu sýnast þetta eingöngu vera viðskipti, en í raun er þetta pólitísk stefna sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Í ræðu sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt í München í síðasta mánuði sagði hann að ýmsar aðgerðir Bandaríkjanna, þess lands sem gerir kröfu um einkarétt á forystu heimsmála, hefðu ýtt undir þessa varhugaverðu þróun. Gagnrýnendur Pútíns segja hins vegar að heimsforysta af þessu tagi sé nauðsynleg og jafnvel óhjákvæmileg nú um stundir, sökum þess að eina leiðin til að hamla gegn vaxandi hryðjuverkastarfsemi sé að efla lýðræðisþróun í heiminum. Engu að síður hafa tilraunir til að koma á lýðræði að bandarískri fyrirmynd með valdboði þegar leitt til illdeilna, jafnvel styrjalda. Það er komið nóg af tilraunum til að þröngva þessu lýðræðisformi upp á samfélög sem hafna því á forsendum menningar, sögu og trúarbragða.Lýðræði er ekkert skyndikaffiLýðræði er ekki eins og skyndikaffi sem hægt er að flytja heimshorna milli í þægilegum pakkningum. Tilraun til að þröngva lýðræði upp á Íraka með skriðdrekum og eldflaugum hefur mistekist hörmulega. Hvar sem valdi er beitt mun undirliggjandi spenna brjótast út og yfirskyggja aðrar deilur, hvort sem þær eru af þjóðlegum, trúarlegum eða landfræðilegum toga, og valda ómældum hörmungum meðal þúsunda manna. Því fer víðs fjarri að aðgerðir af þessu tagi hamli gegn hryðjuverkum, þær hvetja einungis til þeirra. Ýmislegt annað minnir á liðna daga kalda stríðsins. Sum bandalög eru að undirbúa aðgerðir án nokkurs tillits til alþjóðalaga og alþjóðastofnana. Þannig virðist NATO til dæmis stefna markvisst að aukinni hernaðaruppbyggingu og hefur fært viðmiðunarmörk um beinar aðgerðir langt umfram það sem áður þekktist. Þetta gengur þvert á fyrirheit sem gefin voru undir lok níunda áratugar síðustu aldar um að hlutverk bandalagsins yrði fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. Bandalagið reynir nú að hasla sér völl sem ráðandi afl í heimsmálum og grefur samtímis undan öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti nýlega að verið væri að undirbúa langtímaáætlun um einhliða aðgerðir af hálfu bandalagsins hvar og hvenær sem vandi steðjaði að.Fyrirsláttur fyrir áróðriÁ sama tíma leita ákveðin ríki dyrum og dyngjum eftir utanaðkomandi óvini eða reyna að búa sér hann til. Hryðjuverkahættan er orðin fyrirsláttur fyrir áróðri gegn múslimum og fordæmingu ríkja sem kölluð eru alls kyns ónefnum á borð við öxulveldi hins illa. Sem Rússi hef ég verulegar áhyggjur af endurteknum hræðsluáróðri með þátttöku fjölmiðla og stjórnmálamanna gegn Rússlandi í því augnamiði að grafa undan trúverðugleika landsins. Þetta gerir ekkert annað en að eitra alþjóðlegt andrúmsloft og ala á tortryggni. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, setti þannig Rússland nýverið á lista óútreikanlegra ríkja sem gætu orðið Bandaríkjunum óvinveitt. Hvort sem þetta voru mismæli eður ei, þá voru þetta að minnsta kosti freudísk mismæli, sem gáfu til kynna hugarfar sem ekkert hefur breyst þrátt fyrir að kalda stríðið sé löngu liðin tíð. Kína var líka nefnt í sömu andrá. Augljóst er að einhverjir sem móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna líta einnig á Kína sem hugsanlegan deiluaðila frekar en uppbyggilegan samstarfsaðila. Pólitísk leikfimi og áróður af þessu tagi gerir fátt annað en að beina athyglinni frá þeim hættum sem við blasa og þeim verkefnum sem heimurinn þarf að takast á við, þar með talinni hryðjuverkastarfsemi. Vitanlega verðum við að berjast gegn hryðjuverkum en það er misráðið að láta heimsmálin snúast um þetta eina vandamál og láta hjá líða að beina sjónum að rótum þess, þar á meðal þeim djúpu gjám sem myndast hafa sökum vaxandi misréttis í heiminum.Sjálfhverf efnahagsstefnaFátækt, sem fer saman við skort á heilbrigðisþjónustu, menntun og öðrum nauðsynlegum þáttum eðlilegrar þróunar, orsakar niðurlægingu og örvæntingu sem hefur öfgar í för með sér. Meginorsök vandans má rekja til sjálfhverfrar efnahagsstefnu ríku landanna sem veldur því að bilið milli þeirra og fátæku landanna breikkar stöðugt. Er hægt að bregðast við þessum vanda með hervaldi? Nei. Það sem þarf er breytt forgangsröðun. Gjáin milli orða og efnda æðstu valdamanna heims er hróplegt hneyksli. Engra breytinga er að vænta án þess að til komi þrýstingur frá alþjóðlegum stofnunum hins borgaralega samfélags. Þetta þekki ég af eigin reynslu. Við þurfum að taka upp nýja stefnu og nýja nálgun í alþjóðamálum. Tökum fólksflutninga sem dæmi. Sjálfstæð ríki glíma mörg við vaxandi vanda vegna aukinna fólksflutinga. Bandaríkin eru að byggja varnargirðingu á suðurlandamærum sínum. Spánn er orðinn inngönguhlið til Evrópu fyrir þúsundir innflytjenda. Alþjóðastofnanir verða að taka á þessum vanda, ekki einungis Evrópusambandið og Samvinnustofnun Sjanghæ, heldur einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.Diplómatískar lausnirHægt er að ná árangri með pólitískum og diplómatískum lausnum. Nýjasta dæmið er samkomulagið við Norður-Kóreumenn um að þeir leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Svipuð nálgun gæti gengið í málefnum Írans og Íraks. Þeir sem ekkert sjá nema hernaðarlausnir vilja hins vegar ekkert af þessu vita. Þolinmæðin og samræðan sem nauðsynleg er til að finna friðsamlegar lausnir á vandamálum er þar hvergi á dagskrá. Að undanförnu hefur ekki aðeins virst sem nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu milli Rússlands og Bandaríkjanna, heldur nýtt vopnakapphlaup sömuleiðis. Sem svar við þessu hafa rússneskir stjórnmálamenn, þar á meðal yfirhershöfðinginn, rætt um að rifta samningnum um bann við meðaldrægum kjarnorkueldflaugum. Yfirlýsing frá Bush Bandaríkjaforseta og Pútín Rússlandsforseta þess efnis að löndin séu ekki óvinveitt hvort öðru og að traust ríki milli leiðtoga þeirra væri skref í rétta átt. Þegar hefur dregið úr mestu spennunni en mikið verk er óunnið ennþá. Fyrir mörgum árum, þegar við vorum að vinna að bættum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, settu ríkisstjórnir landanna á fót vinnuhópa sem héldu reglulega fundi til að ræða sérhvert mál sem snerti hagsmuni beggja ríkjanna. Með því að ræða í þaula hvert einstakt mál fyrir sig tókst að draga verulega úr spennu milli landanna. Þessi nálgun gæti komið að gagni á ný, ekki einungis í tilviki Bandaríkjanna og Rússlands heldur fyrir önnur ríki sömuleiðis. Bætt samskipti milli Bandaríkjanna og endurnýjaðs Rússlands, sér í lagi ef þjóðirnar geta komist að samkomulagi um afvopnun, gæti verið gott fordæmi um leiðir til að leysa sameiginlegan ágreining.Bandaríkin og RússlandÞað var uppörvandi að sjá grein á þessum nótum nýlega í Wall Street Journal eftir þá fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Shultz og Henry Kissinger, ásamt fyrrverandi öldungardeildarþingmanninn Sam Nunn og William Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í pistli mínum í Wall Street Journal í síðasta mánuði sýndi ég stuðning minn við þessar hugmyndir með því að nefna þrjú forgangsatriði sem kjarnorkuríkin ættu að hafa í huga: að endurnýja skuldbindingar sínar um það langtímamarkmið að eyða öllum kjarnavopnum; að staðfesta enn frekar bannið við kjarnorkutilraunum og að leggja af allar viðbragðsáætlanir sem fela í sér notkun kjarnavopna. Á móti myndu önnur lönd sem búa yfir kjarnavopnum heita því að sú tæknikunnátta yrði ekki notuð í hernaðarskyni. Tillaga Pútíns til Bandaríkjamanna um að vinna að nýju samkomulagi sem leysti af hólmi samninginn um að draga úr fjölda hefðbundinna kjarnavopna (START) frá 1991 er í fullu samræmi við þetta frumkvæði. Í stað þess að draga upp myndir af hugsanlegu nýju köldu stríði, og skipa í hlutverk í þessari varhugaverðu þróun, verðum við að leita allra leiða til að koma í veg fyrir hana. Þar geta öll lönd lagt sitt til málanna en í hreinskilni sagt lít ég svo á að Bandaríkin og Rússland verði að taka frumkvæðið. Þau geta lagt miklu meira af mörkum en þau hafa gert hingað til. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Spurning: Þegar þú ræðir um að koma í veg fyrir annað kalt stríð, milli hverra sérðu fyrir þér að slíkt stríð gæti staðið? Bandaríkjanna og allra annarra? Vesturlanda og íslam? Íslam og allra annarra? Vesturlanda og Rússlands? - Jel McGill, London Svar: Það eru ekki miklar líkur á að kalt stríð eins og það sem stóð frá sjötta til níunda áratugar síðustu aldar bresti á aftur. En spennan og óttinn sem nú ríkja í heimsmálunum bera sömu einkenni og þegar heimurinn stóð í skugga kjarnorkuógnar. Við horfum upp á hervæðingu margra landa, sem leggja mesta áherslu á herafla í öryggisskyni, stóraukin útgjöld til hermála, nýtt vopnakapphlaup og vaxandi hættu á útbreiðslu kjarnavopna. Og vopnasala er að fara úr böndunum. Á yfirborðinu sýnast þetta eingöngu vera viðskipti, en í raun er þetta pólitísk stefna sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Í ræðu sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt í München í síðasta mánuði sagði hann að ýmsar aðgerðir Bandaríkjanna, þess lands sem gerir kröfu um einkarétt á forystu heimsmála, hefðu ýtt undir þessa varhugaverðu þróun. Gagnrýnendur Pútíns segja hins vegar að heimsforysta af þessu tagi sé nauðsynleg og jafnvel óhjákvæmileg nú um stundir, sökum þess að eina leiðin til að hamla gegn vaxandi hryðjuverkastarfsemi sé að efla lýðræðisþróun í heiminum. Engu að síður hafa tilraunir til að koma á lýðræði að bandarískri fyrirmynd með valdboði þegar leitt til illdeilna, jafnvel styrjalda. Það er komið nóg af tilraunum til að þröngva þessu lýðræðisformi upp á samfélög sem hafna því á forsendum menningar, sögu og trúarbragða.Lýðræði er ekkert skyndikaffiLýðræði er ekki eins og skyndikaffi sem hægt er að flytja heimshorna milli í þægilegum pakkningum. Tilraun til að þröngva lýðræði upp á Íraka með skriðdrekum og eldflaugum hefur mistekist hörmulega. Hvar sem valdi er beitt mun undirliggjandi spenna brjótast út og yfirskyggja aðrar deilur, hvort sem þær eru af þjóðlegum, trúarlegum eða landfræðilegum toga, og valda ómældum hörmungum meðal þúsunda manna. Því fer víðs fjarri að aðgerðir af þessu tagi hamli gegn hryðjuverkum, þær hvetja einungis til þeirra. Ýmislegt annað minnir á liðna daga kalda stríðsins. Sum bandalög eru að undirbúa aðgerðir án nokkurs tillits til alþjóðalaga og alþjóðastofnana. Þannig virðist NATO til dæmis stefna markvisst að aukinni hernaðaruppbyggingu og hefur fært viðmiðunarmörk um beinar aðgerðir langt umfram það sem áður þekktist. Þetta gengur þvert á fyrirheit sem gefin voru undir lok níunda áratugar síðustu aldar um að hlutverk bandalagsins yrði fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. Bandalagið reynir nú að hasla sér völl sem ráðandi afl í heimsmálum og grefur samtímis undan öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti nýlega að verið væri að undirbúa langtímaáætlun um einhliða aðgerðir af hálfu bandalagsins hvar og hvenær sem vandi steðjaði að.Fyrirsláttur fyrir áróðriÁ sama tíma leita ákveðin ríki dyrum og dyngjum eftir utanaðkomandi óvini eða reyna að búa sér hann til. Hryðjuverkahættan er orðin fyrirsláttur fyrir áróðri gegn múslimum og fordæmingu ríkja sem kölluð eru alls kyns ónefnum á borð við öxulveldi hins illa. Sem Rússi hef ég verulegar áhyggjur af endurteknum hræðsluáróðri með þátttöku fjölmiðla og stjórnmálamanna gegn Rússlandi í því augnamiði að grafa undan trúverðugleika landsins. Þetta gerir ekkert annað en að eitra alþjóðlegt andrúmsloft og ala á tortryggni. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, setti þannig Rússland nýverið á lista óútreikanlegra ríkja sem gætu orðið Bandaríkjunum óvinveitt. Hvort sem þetta voru mismæli eður ei, þá voru þetta að minnsta kosti freudísk mismæli, sem gáfu til kynna hugarfar sem ekkert hefur breyst þrátt fyrir að kalda stríðið sé löngu liðin tíð. Kína var líka nefnt í sömu andrá. Augljóst er að einhverjir sem móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna líta einnig á Kína sem hugsanlegan deiluaðila frekar en uppbyggilegan samstarfsaðila. Pólitísk leikfimi og áróður af þessu tagi gerir fátt annað en að beina athyglinni frá þeim hættum sem við blasa og þeim verkefnum sem heimurinn þarf að takast á við, þar með talinni hryðjuverkastarfsemi. Vitanlega verðum við að berjast gegn hryðjuverkum en það er misráðið að láta heimsmálin snúast um þetta eina vandamál og láta hjá líða að beina sjónum að rótum þess, þar á meðal þeim djúpu gjám sem myndast hafa sökum vaxandi misréttis í heiminum.Sjálfhverf efnahagsstefnaFátækt, sem fer saman við skort á heilbrigðisþjónustu, menntun og öðrum nauðsynlegum þáttum eðlilegrar þróunar, orsakar niðurlægingu og örvæntingu sem hefur öfgar í för með sér. Meginorsök vandans má rekja til sjálfhverfrar efnahagsstefnu ríku landanna sem veldur því að bilið milli þeirra og fátæku landanna breikkar stöðugt. Er hægt að bregðast við þessum vanda með hervaldi? Nei. Það sem þarf er breytt forgangsröðun. Gjáin milli orða og efnda æðstu valdamanna heims er hróplegt hneyksli. Engra breytinga er að vænta án þess að til komi þrýstingur frá alþjóðlegum stofnunum hins borgaralega samfélags. Þetta þekki ég af eigin reynslu. Við þurfum að taka upp nýja stefnu og nýja nálgun í alþjóðamálum. Tökum fólksflutninga sem dæmi. Sjálfstæð ríki glíma mörg við vaxandi vanda vegna aukinna fólksflutinga. Bandaríkin eru að byggja varnargirðingu á suðurlandamærum sínum. Spánn er orðinn inngönguhlið til Evrópu fyrir þúsundir innflytjenda. Alþjóðastofnanir verða að taka á þessum vanda, ekki einungis Evrópusambandið og Samvinnustofnun Sjanghæ, heldur einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.Diplómatískar lausnirHægt er að ná árangri með pólitískum og diplómatískum lausnum. Nýjasta dæmið er samkomulagið við Norður-Kóreumenn um að þeir leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Svipuð nálgun gæti gengið í málefnum Írans og Íraks. Þeir sem ekkert sjá nema hernaðarlausnir vilja hins vegar ekkert af þessu vita. Þolinmæðin og samræðan sem nauðsynleg er til að finna friðsamlegar lausnir á vandamálum er þar hvergi á dagskrá. Að undanförnu hefur ekki aðeins virst sem nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu milli Rússlands og Bandaríkjanna, heldur nýtt vopnakapphlaup sömuleiðis. Sem svar við þessu hafa rússneskir stjórnmálamenn, þar á meðal yfirhershöfðinginn, rætt um að rifta samningnum um bann við meðaldrægum kjarnorkueldflaugum. Yfirlýsing frá Bush Bandaríkjaforseta og Pútín Rússlandsforseta þess efnis að löndin séu ekki óvinveitt hvort öðru og að traust ríki milli leiðtoga þeirra væri skref í rétta átt. Þegar hefur dregið úr mestu spennunni en mikið verk er óunnið ennþá. Fyrir mörgum árum, þegar við vorum að vinna að bættum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, settu ríkisstjórnir landanna á fót vinnuhópa sem héldu reglulega fundi til að ræða sérhvert mál sem snerti hagsmuni beggja ríkjanna. Með því að ræða í þaula hvert einstakt mál fyrir sig tókst að draga verulega úr spennu milli landanna. Þessi nálgun gæti komið að gagni á ný, ekki einungis í tilviki Bandaríkjanna og Rússlands heldur fyrir önnur ríki sömuleiðis. Bætt samskipti milli Bandaríkjanna og endurnýjaðs Rússlands, sér í lagi ef þjóðirnar geta komist að samkomulagi um afvopnun, gæti verið gott fordæmi um leiðir til að leysa sameiginlegan ágreining.Bandaríkin og RússlandÞað var uppörvandi að sjá grein á þessum nótum nýlega í Wall Street Journal eftir þá fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Shultz og Henry Kissinger, ásamt fyrrverandi öldungardeildarþingmanninn Sam Nunn og William Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í pistli mínum í Wall Street Journal í síðasta mánuði sýndi ég stuðning minn við þessar hugmyndir með því að nefna þrjú forgangsatriði sem kjarnorkuríkin ættu að hafa í huga: að endurnýja skuldbindingar sínar um það langtímamarkmið að eyða öllum kjarnavopnum; að staðfesta enn frekar bannið við kjarnorkutilraunum og að leggja af allar viðbragðsáætlanir sem fela í sér notkun kjarnavopna. Á móti myndu önnur lönd sem búa yfir kjarnavopnum heita því að sú tæknikunnátta yrði ekki notuð í hernaðarskyni. Tillaga Pútíns til Bandaríkjamanna um að vinna að nýju samkomulagi sem leysti af hólmi samninginn um að draga úr fjölda hefðbundinna kjarnavopna (START) frá 1991 er í fullu samræmi við þetta frumkvæði. Í stað þess að draga upp myndir af hugsanlegu nýju köldu stríði, og skipa í hlutverk í þessari varhugaverðu þróun, verðum við að leita allra leiða til að koma í veg fyrir hana. Þar geta öll lönd lagt sitt til málanna en í hreinskilni sagt lít ég svo á að Bandaríkin og Rússland verði að taka frumkvæðið. Þau geta lagt miklu meira af mörkum en þau hafa gert hingað til.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira