Ótal tækifæri Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Sjö fyrirtæki sem eru beint eða óbeint, að hluta eða í heild í eigu Landsbankans verða skráð í Kauphöll Íslands á næstu misserum, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þá hefur Steinþór Pálsson, forstjóri bankans, sagt að hugsanlegt sé að bankinn sjálfur verði skráður á markað á þessu ári og þá væntanlega minnihluti í honum seldur. Landsbankinn er í meirihlutaeigu ríkisins og því óhætt að tala um að framundan sé mesta einkavæðing Íslandssögunnar, en um leið hægt að fullyrða að með því að ríkið fékk bankann í fangið og hann fyrirtækin hafi átt sér stað einhver mesta ríkisvæðing eða þjóðnýting Íslandssögunnar. Það er af ýmsum ástæðum fagnaðarefni að til stendur að skrá þessi fyrirtæki á hlutabréfamarkað og í því geta falizt ótal tækifæri. Í fyrsta lagi er þannig undið ofan af þeirri afar óheilbrigðu stöðu að fjöldi stórra fyrirtækja á samkeppnismarkaði hafi verið í eigu bankanna (og í þessu tilviki í óbeinni eigu ríkisins). Það hefur skekkt samkeppnisstöðuna á viðkomandi mörkuðum og sett keppinautana í klemmu. Of hægt hefur gengið að renna fyrirtækjum úr mjúkum faðmi bankanna. Í öðru lagi skiptir miklu máli að fyrirtækin séu skráð á hlutabréfamarkað til þess að sala þeirra sé gegnsæ og menn geti forðazt tortryggni og ásakanir um einkavinavæðingu eða spillingu. Í þriðja lagi mun skráning þessara félaga í Kauphöllina efla hlutabréfamarkaðinn, sem þarf nauðsynlega að ná sér á strik á nýjan leik eftir hrun. Virkur hlutabréfamarkaður er nauðsynlegur til að bæta aðgang fyrirtækja að fé og fjölga möguleikum almennings og fagfjárfesta til að ávaxta fé sitt. Alltof mikið af peningum liggur nú í bankainnistæðum á lágum vöxtum eða í ríkisskuldabréfum og gerir lítið gagn í atvinnulífinu. Í fjórða lagi fá lífeyrissjóðirnir með eflingu hlutabréfamarkaðarins ný tækifæri til að ávaxta fé sjóðsfélaga og dreifa áhættu sinni. En þeir fá líka tækifæri til að beita sér í þágu þroska og siðvæðingar markaðarins; tækifæri sem þeir létu sér úr greipum ganga fyrir hrun. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar hvatti forsvarsmenn lífeyrissjóðanna á síðasta ársþingi landssamtaka þeirra til að vera virkari á hlutabréfamarkaðnum og aðhaldssamari gagnvart félögum sem þeir fjárfesta í; ganga til dæmis fastar eftir því að stjórnarhættir fyrirtækja séu í lagi og ekki tekin óhófleg áhætta. Með því að grípa þetta tækifæri myndu lífeyrissjóðirnir stuðla að heilbrigðum hlutabréfamarkaði, þar sem mistök fortíðarinnar yrðu ekki endurtekin, og fengju um leið færi á að bregðast við hluta af þeirri gagnrýni, sem að þeim var beint í úttektarskýrslunni á dögunum. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur farið ágætlega af stað. Hagar, sem voru fyrsta fyrirtækið sem skráð var í Kauphöllina eftir hrun, hafa hækkað í verði um fimmtung og fjárfestar þannig fengið ágæta ávöxtun nú þegar. Það skiptir hins vegar máli að stilla væntingum í hóf og gæta þess að hjarðhegðun útrásartímans, þar sem jafnvel afleitar fréttir af fyrirtækjum virtust ekki geta komið í veg fyrir að þau héldu áfram að hækka, verði ekki endurtekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Sjö fyrirtæki sem eru beint eða óbeint, að hluta eða í heild í eigu Landsbankans verða skráð í Kauphöll Íslands á næstu misserum, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þá hefur Steinþór Pálsson, forstjóri bankans, sagt að hugsanlegt sé að bankinn sjálfur verði skráður á markað á þessu ári og þá væntanlega minnihluti í honum seldur. Landsbankinn er í meirihlutaeigu ríkisins og því óhætt að tala um að framundan sé mesta einkavæðing Íslandssögunnar, en um leið hægt að fullyrða að með því að ríkið fékk bankann í fangið og hann fyrirtækin hafi átt sér stað einhver mesta ríkisvæðing eða þjóðnýting Íslandssögunnar. Það er af ýmsum ástæðum fagnaðarefni að til stendur að skrá þessi fyrirtæki á hlutabréfamarkað og í því geta falizt ótal tækifæri. Í fyrsta lagi er þannig undið ofan af þeirri afar óheilbrigðu stöðu að fjöldi stórra fyrirtækja á samkeppnismarkaði hafi verið í eigu bankanna (og í þessu tilviki í óbeinni eigu ríkisins). Það hefur skekkt samkeppnisstöðuna á viðkomandi mörkuðum og sett keppinautana í klemmu. Of hægt hefur gengið að renna fyrirtækjum úr mjúkum faðmi bankanna. Í öðru lagi skiptir miklu máli að fyrirtækin séu skráð á hlutabréfamarkað til þess að sala þeirra sé gegnsæ og menn geti forðazt tortryggni og ásakanir um einkavinavæðingu eða spillingu. Í þriðja lagi mun skráning þessara félaga í Kauphöllina efla hlutabréfamarkaðinn, sem þarf nauðsynlega að ná sér á strik á nýjan leik eftir hrun. Virkur hlutabréfamarkaður er nauðsynlegur til að bæta aðgang fyrirtækja að fé og fjölga möguleikum almennings og fagfjárfesta til að ávaxta fé sitt. Alltof mikið af peningum liggur nú í bankainnistæðum á lágum vöxtum eða í ríkisskuldabréfum og gerir lítið gagn í atvinnulífinu. Í fjórða lagi fá lífeyrissjóðirnir með eflingu hlutabréfamarkaðarins ný tækifæri til að ávaxta fé sjóðsfélaga og dreifa áhættu sinni. En þeir fá líka tækifæri til að beita sér í þágu þroska og siðvæðingar markaðarins; tækifæri sem þeir létu sér úr greipum ganga fyrir hrun. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar hvatti forsvarsmenn lífeyrissjóðanna á síðasta ársþingi landssamtaka þeirra til að vera virkari á hlutabréfamarkaðnum og aðhaldssamari gagnvart félögum sem þeir fjárfesta í; ganga til dæmis fastar eftir því að stjórnarhættir fyrirtækja séu í lagi og ekki tekin óhófleg áhætta. Með því að grípa þetta tækifæri myndu lífeyrissjóðirnir stuðla að heilbrigðum hlutabréfamarkaði, þar sem mistök fortíðarinnar yrðu ekki endurtekin, og fengju um leið færi á að bregðast við hluta af þeirri gagnrýni, sem að þeim var beint í úttektarskýrslunni á dögunum. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur farið ágætlega af stað. Hagar, sem voru fyrsta fyrirtækið sem skráð var í Kauphöllina eftir hrun, hafa hækkað í verði um fimmtung og fjárfestar þannig fengið ágæta ávöxtun nú þegar. Það skiptir hins vegar máli að stilla væntingum í hóf og gæta þess að hjarðhegðun útrásartímans, þar sem jafnvel afleitar fréttir af fyrirtækjum virtust ekki geta komið í veg fyrir að þau héldu áfram að hækka, verði ekki endurtekin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun