RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Karl Lúðvíksson skrifar 23. febrúar 2012 09:36 Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum. Ljóst er að sýning sem þessi fer vel í íslenska veiðimenn því ásóknin er með besta móti. Uppselt var á sýninguna í fyrra en þá var sýningin haldin í fyrsta sinn á Íslandi og komust færri að en vildu. Við reiknum með því að það verði aftur uppselt í ár eins og í fyrra og því hvetjum við sem flesta að ná sér í miða sem fyrst svo þeir missi ekki af einum alskemmtilegasta viðburðinum á dagatali stangveiðimanna og kvenna að undanskildum veiðitúrunum sjálfum. Sýningin fer fram í Bíó Paradís þann 10. mars n.k. kl. 20:00 en miðasala fer fram í Veiðivon Mörkinni 6 og er miðaverð kr. 2.100,- í Reykjavík.RISE á Akureyri Í ár munum við einnig halda sýningu á Akureyri og verður hún haldin þann 11. mars kl. 20:00 á Sportvitanum Strandgötu. Miðasala fer fram á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar, www. svak.is, en miðar eru svo sóttir í Veiðivörur.is sem er staðsett í Amarohúsinu. Miðaverð á Akureyri er örlítið lægra en í Reykjavík eða Kr. 1.700,- fyrir miðann og skýrist það vegna lægra leiguverðs á húsnæði undir sýninguna. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar og frétt um sýninguna má finna HérEf vel gengur á Akureyri í ár eru meiri líkur en minni á því að RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð verði haldin víðar um land á næsta ári. Samtals eru í boði um 400 miðar á RISE kvikmyndahátíðina á Íslandi árið 2012 og við eigum von á því að þeir miðar seljist upp. Ef svo fer þá er það ákveðið afrek útaf fyrir sig á ekki stærra landi og greinilegt að áhuginn á stangveiði á Íslandi er gríðarlegur. Við vonumst til að sjá sem flesta áhugamenn um stangveiði á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð í ár bæði á Akureyri og í Reykjavík. Við vonum líka að hátíðin muni á komandi árum skipa fastan sess í dagskrá fluguveiðimann og kvenna á Íslandi. Upplýsingar um hátíðina:www.rise.icelandangling.comwww.facebook.com/risekvikmyndahatidwww.svak.is Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Flottar sjóbleikjur bíða í Hörgá Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Frábær feðgaferð í Miðfjarðará Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði
Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum. Ljóst er að sýning sem þessi fer vel í íslenska veiðimenn því ásóknin er með besta móti. Uppselt var á sýninguna í fyrra en þá var sýningin haldin í fyrsta sinn á Íslandi og komust færri að en vildu. Við reiknum með því að það verði aftur uppselt í ár eins og í fyrra og því hvetjum við sem flesta að ná sér í miða sem fyrst svo þeir missi ekki af einum alskemmtilegasta viðburðinum á dagatali stangveiðimanna og kvenna að undanskildum veiðitúrunum sjálfum. Sýningin fer fram í Bíó Paradís þann 10. mars n.k. kl. 20:00 en miðasala fer fram í Veiðivon Mörkinni 6 og er miðaverð kr. 2.100,- í Reykjavík.RISE á Akureyri Í ár munum við einnig halda sýningu á Akureyri og verður hún haldin þann 11. mars kl. 20:00 á Sportvitanum Strandgötu. Miðasala fer fram á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar, www. svak.is, en miðar eru svo sóttir í Veiðivörur.is sem er staðsett í Amarohúsinu. Miðaverð á Akureyri er örlítið lægra en í Reykjavík eða Kr. 1.700,- fyrir miðann og skýrist það vegna lægra leiguverðs á húsnæði undir sýninguna. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar og frétt um sýninguna má finna HérEf vel gengur á Akureyri í ár eru meiri líkur en minni á því að RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð verði haldin víðar um land á næsta ári. Samtals eru í boði um 400 miðar á RISE kvikmyndahátíðina á Íslandi árið 2012 og við eigum von á því að þeir miðar seljist upp. Ef svo fer þá er það ákveðið afrek útaf fyrir sig á ekki stærra landi og greinilegt að áhuginn á stangveiði á Íslandi er gríðarlegur. Við vonumst til að sjá sem flesta áhugamenn um stangveiði á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð í ár bæði á Akureyri og í Reykjavík. Við vonum líka að hátíðin muni á komandi árum skipa fastan sess í dagskrá fluguveiðimann og kvenna á Íslandi. Upplýsingar um hátíðina:www.rise.icelandangling.comwww.facebook.com/risekvikmyndahatidwww.svak.is
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Flottar sjóbleikjur bíða í Hörgá Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Frábær feðgaferð í Miðfjarðará Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði