Tungufljót hjá Fishpartner Karl Lúðvíksson skrifar 11. febrúar 2020 08:24 Það liggja vænir sjóbirtingar í Tungufljóti Mynd: Fish Partner Fishpartner hefur stækkað mikið á undanförnum árum og í dag er úrvalið sem þeir bjóða uppá af leyfum til dæmis í silung eitt það besta sem er í boði. Af svæðum sem félagið býður uppá má til dæmis nefna Köldukvísl, Svörtukletta, Villingavatn, Villingavatnsárós, Tngná, Gljúfurá í Húnavatnssýslu, Árbót, Kvíslaveitur og Sporðöldulón bara svo nokkur séu nefnd. Félagið var að bæta í safnið einu besta sjóbirtingssvæði landsins en það er hin fornfræga sjóbirtingsá Tungufljót í Skaftártungu. Án efa ein allra besta sjóbirtingsá landsins. Í fljótinu hafa veiðst margir gríðarstórir birtingar síðastliðin ár og hafa sumir þeirra verið vel yfir tuttugu pundin. Einnig veiðist þar slangur af laxi og stöku bleikja. Eingöngu verður veitt á flugu og skylt verður að sleppa öllum veiddum fiski. Rúmgott veiðihús fylgir ánni sem er með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergum. Húsið verður endurbætt að innan sem að utan fyrir komandi vertíð, þannig að vel ætti að fara um menn þar á komandi árum. Stangveiði Mest lesið Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði
Fishpartner hefur stækkað mikið á undanförnum árum og í dag er úrvalið sem þeir bjóða uppá af leyfum til dæmis í silung eitt það besta sem er í boði. Af svæðum sem félagið býður uppá má til dæmis nefna Köldukvísl, Svörtukletta, Villingavatn, Villingavatnsárós, Tngná, Gljúfurá í Húnavatnssýslu, Árbót, Kvíslaveitur og Sporðöldulón bara svo nokkur séu nefnd. Félagið var að bæta í safnið einu besta sjóbirtingssvæði landsins en það er hin fornfræga sjóbirtingsá Tungufljót í Skaftártungu. Án efa ein allra besta sjóbirtingsá landsins. Í fljótinu hafa veiðst margir gríðarstórir birtingar síðastliðin ár og hafa sumir þeirra verið vel yfir tuttugu pundin. Einnig veiðist þar slangur af laxi og stöku bleikja. Eingöngu verður veitt á flugu og skylt verður að sleppa öllum veiddum fiski. Rúmgott veiðihús fylgir ánni sem er með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergum. Húsið verður endurbætt að innan sem að utan fyrir komandi vertíð, þannig að vel ætti að fara um menn þar á komandi árum.
Stangveiði Mest lesið Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði