„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. mars 2020 20:00 Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Vísir/Hjalti Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira