Körfubolti

Þriðji útlendingurinn til Þorlákshafnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gintautas Matulis
Gintautas Matulis Af vef FIBA
Þór Þorlákshöfn er búið að semja við þriðja erlenda leikmanninn en eins og við greindum frá í gær er búið að ganga frá samningum við Króatann Nick Tomsick og Bandaríkjamanninn Joe Tagatelli.

Þeir hafa einnig náð samningum við Litháann Gintautas Matulis en frá þessu er greint á vef Hafnarfrétta.

Gintautas er 32 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í heimalandinu. Hann lék með Nevezis í litháísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og tók þátt í Europe Cup með liðinu.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við ÞorlákshafnarÞórsara en auk erlendu leikmannanna er Ragnar Örn Bragason einnig mættur aftur í Þór. Þá tók Baldur Þór Ragnarsson við þjálfarastafinu á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×