Sænskasumarið Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 22. júlí 2008 16:35 Ef íslenskur almannarómur gæti njörvað skoðun á þjóðum heims niður í eitt orð yrði niðurstaðan kannski sú að til dæmis væri sú þýska skipulögð, danska afslöppuð, norska trúrækin en írska, rússneska og grænlenska staupsöm. Finnska þjóðarsálin væri lokuð, bandaríska yfirborðsleg og þannig áfram. Einn fjölmargra víðkunnra sleggjudóma er svo vitaskuld að Svíar séu almennt og yfirhöfuð hroðalega leiðinlegir. Nokkrar hinna örugglega dálítið líka, en samt einkum og sér í lagi sænska þjóðin. Í sérstakri rannsóknarferð til Svíþjóðar í sumar lagði ég töluvert púður í að kveða niður eigin þjóðarfordóma en var vakin og sofin í að vera viðustyggilega sænsk alla daga og dró fjölskylduna með í verkefnið. Satt best að segja gekk það furðu vel. Strax á þriðja degi var ég farin að tala prýðilega sænsku með syngjandi góðum framburði. Orðaforðinn var raunar nokkuð takmarkaður framanaf, en snäll og bra eru fín orð til uppfyllingar við ýmis tækifæri. Með hrökkbrauð í annarri og Ramlösa í hinni eru Skandinavanum allir vegir færir ef hann kann að segja snäll og bra. Þessu stagli fylgdi reyndar dálítill veruleikaflótti sem kemur sér annars yfirleitt vel í fríum þegar markmiðið er einmitt að frelsa hugann frá hversdagslegum barningi. Í þetta sinnið brast hann á sem óvænt myrkfælni sem passaði hvorki við sumarbjartar nætur né rómantískt umhverfið. Hin sænsku híbýli fjölskyldunnar voru raunar margra alda gömul. Þar marraði í öllum hurðum og brast í hverri fjöl, þetta var áþekkt því að búa í húsi úr Árbæjarsafninu og þannig mjög draugalegt. Laus úr viðjum vanans fór stjórnlaus ímyndun um voveiflega dauðdaga og fordæmdar sálir á flug. Eftir sólsetur byrjaði ég að anda grunnt og fór ekki fylgdarlaust milli herbergja. Á meðan var skynsemin upptekin við sænskuna. Eftir að hafa ekið vikum saman á Volvo hlustandi á Abba er ég samt sannfærð um að allt skemmtilegt komi frá Svíþjóð og finnst ég fyndnari en nokkru sinni fyrr. Nú les ég eingöngu Astrid Lindgren fyrir börnin og Lizu Marklund fyrir sjálfa mig. Niðurtúrinn eftir heimkomuna hefur fjölskyldan svo auðvitað notað í Ikea við að skoða hagnýta innanstokksmuni og borða sænskar kjötbollur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ef íslenskur almannarómur gæti njörvað skoðun á þjóðum heims niður í eitt orð yrði niðurstaðan kannski sú að til dæmis væri sú þýska skipulögð, danska afslöppuð, norska trúrækin en írska, rússneska og grænlenska staupsöm. Finnska þjóðarsálin væri lokuð, bandaríska yfirborðsleg og þannig áfram. Einn fjölmargra víðkunnra sleggjudóma er svo vitaskuld að Svíar séu almennt og yfirhöfuð hroðalega leiðinlegir. Nokkrar hinna örugglega dálítið líka, en samt einkum og sér í lagi sænska þjóðin. Í sérstakri rannsóknarferð til Svíþjóðar í sumar lagði ég töluvert púður í að kveða niður eigin þjóðarfordóma en var vakin og sofin í að vera viðustyggilega sænsk alla daga og dró fjölskylduna með í verkefnið. Satt best að segja gekk það furðu vel. Strax á þriðja degi var ég farin að tala prýðilega sænsku með syngjandi góðum framburði. Orðaforðinn var raunar nokkuð takmarkaður framanaf, en snäll og bra eru fín orð til uppfyllingar við ýmis tækifæri. Með hrökkbrauð í annarri og Ramlösa í hinni eru Skandinavanum allir vegir færir ef hann kann að segja snäll og bra. Þessu stagli fylgdi reyndar dálítill veruleikaflótti sem kemur sér annars yfirleitt vel í fríum þegar markmiðið er einmitt að frelsa hugann frá hversdagslegum barningi. Í þetta sinnið brast hann á sem óvænt myrkfælni sem passaði hvorki við sumarbjartar nætur né rómantískt umhverfið. Hin sænsku híbýli fjölskyldunnar voru raunar margra alda gömul. Þar marraði í öllum hurðum og brast í hverri fjöl, þetta var áþekkt því að búa í húsi úr Árbæjarsafninu og þannig mjög draugalegt. Laus úr viðjum vanans fór stjórnlaus ímyndun um voveiflega dauðdaga og fordæmdar sálir á flug. Eftir sólsetur byrjaði ég að anda grunnt og fór ekki fylgdarlaust milli herbergja. Á meðan var skynsemin upptekin við sænskuna. Eftir að hafa ekið vikum saman á Volvo hlustandi á Abba er ég samt sannfærð um að allt skemmtilegt komi frá Svíþjóð og finnst ég fyndnari en nokkru sinni fyrr. Nú les ég eingöngu Astrid Lindgren fyrir börnin og Lizu Marklund fyrir sjálfa mig. Niðurtúrinn eftir heimkomuna hefur fjölskyldan svo auðvitað notað í Ikea við að skoða hagnýta innanstokksmuni og borða sænskar kjötbollur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun