Sport

Sportið í dag: Haukur Ingi, Birkir og í skúrnum með Kára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli fjalla um íþróttir á íslenskum og erlendum vettvangi í Sportinu í dag sem er dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga.
Henry Birgir og Kjartan Atli fjalla um íþróttir á íslenskum og erlendum vettvangi í Sportinu í dag sem er dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga. vísir/vilhelm

Síðasti þáttur vikunnar af Sportinu í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 15:00 í dag.

Haukur Ingi Guðnason, sálfræðingur og fyrrum knattspyrnumaður, mætir í settið og ræðir meðal annars hvernig best sé fyrir íþróttamenn að tækla andlegu hliðina í samkomubanninu. 

Valsmaðurinn Birkir Heimisson, sem var fyrstur leikmanna í Pepsi Max-deild karla til þess að fá kórónuveiruna, verður í viðtali en hann á lítinn tíma eftir í einangrun. 

Einnig heyra strákarnir í hressum Þróttara og líta við í skúrnum hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni. Svo er óvænt lokaatriði til þess að enda vikuna með stæl.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×