Spieth jafnaði Tiger Woods Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2016 11:30 Jordan Spieth með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira