Valuev batt enda á titilvonir Holyfield 22. desember 2008 12:57 Holyfield átti erfitt um vik gegn tröllinu AFP Bandaríski hnefaleikarinn Evander Holyfield þarf líklega að gefa upp draum sinn um að verða heimsmeistari í fimmta sinn á ferlinum eftir að hann tapaði fyrir rússneska tröllinu Nikolay Valuev á laugardaginn. Holyfield stóð sig mjög vel í bardaganum og ekki var að sjá að hinn 46 ára gamli refur væri ellefu árum eldri, 30 sentimetrum lægri og 44 kílóum léttari en óárennilegur andstæðingurinn. Valuev heldur því WBA beltinu sínu eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Einn dómarinn dæmdi bardagan jafnan en hinir tveir dæmdu þeim rússneska 116-112 og 115-114 sigur. "Ég var ekki sammála dómurunum en að öðru leyti var ég sáttur við frammistöðu mína. Valuev er erfiður andstæðingur, ekki síst vegna stærðarinnar - og hann nýtir hana gríðarlega vel," sagði Holyfield. Holyfield hafði vonast til að slá met George Forman sem á sínum tíma varð heimsmeistari í þungavigt 45 ára að aldri. Hann hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari, síðast árið 2000, en hefur aðeins unnið fimm bardaga síðan 2001. Holyfield vann sinn fyrsta þungavigtartitil árið 1990 þegar hann sigraði James Douglas, en átti þar áður að baki heimsmeistaratitla í léttari flokki. Box Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Pallborðið: Hitað upp fyrir HM Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Tekur á líkama og sál að gera þetta HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu „Líður eins og ég sé tvítugur“ Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Dagskráin: Fyrsti El Clasico í nýju Ljónagryfjunni í Njarðvík Gaf flotta jakkann sinn í beinni Bað um nýtt herbergi í Zagreb Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Evander Holyfield þarf líklega að gefa upp draum sinn um að verða heimsmeistari í fimmta sinn á ferlinum eftir að hann tapaði fyrir rússneska tröllinu Nikolay Valuev á laugardaginn. Holyfield stóð sig mjög vel í bardaganum og ekki var að sjá að hinn 46 ára gamli refur væri ellefu árum eldri, 30 sentimetrum lægri og 44 kílóum léttari en óárennilegur andstæðingurinn. Valuev heldur því WBA beltinu sínu eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Einn dómarinn dæmdi bardagan jafnan en hinir tveir dæmdu þeim rússneska 116-112 og 115-114 sigur. "Ég var ekki sammála dómurunum en að öðru leyti var ég sáttur við frammistöðu mína. Valuev er erfiður andstæðingur, ekki síst vegna stærðarinnar - og hann nýtir hana gríðarlega vel," sagði Holyfield. Holyfield hafði vonast til að slá met George Forman sem á sínum tíma varð heimsmeistari í þungavigt 45 ára að aldri. Hann hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari, síðast árið 2000, en hefur aðeins unnið fimm bardaga síðan 2001. Holyfield vann sinn fyrsta þungavigtartitil árið 1990 þegar hann sigraði James Douglas, en átti þar áður að baki heimsmeistaratitla í léttari flokki.
Box Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Pallborðið: Hitað upp fyrir HM Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Tekur á líkama og sál að gera þetta HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu „Líður eins og ég sé tvítugur“ Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Dagskráin: Fyrsti El Clasico í nýju Ljónagryfjunni í Njarðvík Gaf flotta jakkann sinn í beinni Bað um nýtt herbergi í Zagreb Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira