Lífið

Ebólupartý og ebólubúningur fyrir hrekkjavökuna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hægt er að kaupa búninginn hægra megin á myndinni. Myndin vinstra megin er frá Afríku þar sem ebóluveiran hefur orðið þúsundum að bana.
Hægt er að kaupa búninginn hægra megin á myndinni. Myndin vinstra megin er frá Afríku þar sem ebóluveiran hefur orðið þúsundum að bana. Vísir / AFP
Ebóluveiran hefur orðið yfir fimm þúsund manns að bana og varla til þess fallin að nota sem hrekkjavökuþema, eða hvað? Einhverjum virðist hafa þótt það góð hugmynd en bæði er hægt að kaupa ebólubúninga og búið að er bjóða í ebólupartý um næstu helgi þegar hin árlega hrekkjavaka fer fram.



Þessi uppátæki hafa fallið í afar grýttan jarðveg og ætlaði allt um koll að keyra á Twitter þegar mynd af hrekkjavökubúningi undir heitinu „Sexy Ebola Nurse“, eða „Kynþokkafull Ebóla Hjúkrunarfræðingur“, fór í dreifingu í morgun.



Búningurinn reyndist vera gabb en ekki leið á löngu þar til búið var að hafa uppi á öðrum búningi í sama stíl: „Sexy Ebola Containment Suit“, eða „Kynþokkafullur Ebólu Varnargalli“. Þann búning er raunverulega hægt að kaupa á netinu.



Breska dagblaðið Telegraph segir einnig frá því á vefsíðu sinni að þekktur skemmtistaður í West End í London ætli að halda „Saturday Night Ebola Fever“. Líkt og búningarnir tveir hefur uppátækið fengið afar dræmar viðtökur.



Klúbburinn, sem heitir The Scotch of St James, hefur lengi verið vinsæll meðal ríka og fræga fólksins í London. Skipuleggjendur teitisins hafa lýst því yfir að krafa sé gerð um að gestir mæti í búningum í takt við þemað.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.