Innlent

Katla virðist vera farin aftur að sofa

Mynd/Vilhelm
Litið er svo á að hræringum við Kötlu sé lokið í bili hjá Veðurstofu Íslands, en lítil sem engin skjálftavirkni hefur mælst nærri sigkötlum í Mýrdalsjökli frá miðnætti. Mikið hafði hægst um á svæðinu síðdegis í gær, en lítilsháttar skjálftavirkni mældist þó um klukkan tíu í gærkvöld.

Hlaupinu í Múlakvísl virðist vera lokið samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni, þó nokkuð vatnsmagn sé enn í ánni. Ekki er vitað hvort gos hafi átt sér stað undir yfirborði jökulsins, en það verður skoðað nánar, þó að um túlkunaratriði geti verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×