Lífið

25 börn hlutu ferðastyrk frá Vildarbörnum Icelandair

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Börnin sem fengu ferðastyrk í gær ásamt fjölskyldum sínum.
Börnin sem fengu ferðastyrk í gær ásamt fjölskyldum sínum. Mynd/Aðsend
25 börn og fjölskyldur þeirra, alls um 150 manns, fengu í gær afhentan ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair.

Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 11 árum og hefur 471 fjölskylda notið stuðnings frá honum.

,,Sjóðurinn Vildarbörn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair sem geta gefið af Vildarpunktum sínum, með söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair, sölu á Vildarenglinum um borð í vélum Icelandair og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og söluskrifstofum Icelandair. Einnig koma til frjáls framlög og viðburðir eins og stórmeistaramót Vildarbarna í skák.

Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur - flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér,“ að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×