Lífið

Páll Óskar kemur út úr skápnum sem Pírati

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Páll Óskar heillast meðal annars af því viðhorfi sem birtist í nýlegum pistli Helga Hrafns.
Páll Óskar heillast meðal annars af því viðhorfi sem birtist í nýlegum pistli Helga Hrafns. Vísir/Stefán
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er Pírati.

Palli kom út úr skápnum með pólitískar skoðanir sínar á Pírataspjallinu í dag þar sem hann ritaði athugasemd við einlægt uppgjör Helga Hrafns Gunnarssonar.

Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en þar rekur Helgi samskiptavandann sem plagað hefur Pírata að undanförnu.

Sjá einnig:„Afsökunarbeiðni móttekin. Þakka þér fyrir Helgi minn“

Ljóst er að viðhorf Helga sem birtist í pistli hans heilla Pál Óskar sem segir þau „ein af ástæðum þess að hann muni kjósa Pírata í næstu kosningum.“

Hann segist þá einnig vona að kosningarnar „renni upp sem fyrst.“ 

Athugasemd Palla má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×