Lífið

Kolfinna á forsíðu i-D

Írski ljósmyndarinn Boo George myndaði Kolfinnu fyrir forsíðu i-D. Hún klæðist kápu frá Margaret Howell.
Írski ljósmyndarinn Boo George myndaði Kolfinnu fyrir forsíðu i-D. Hún klæðist kápu frá Margaret Howell.
Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins i-D. Heftið nefnist The Role Model Issue sem mætti þýða sem Fyrirmyndarheftið og er Kolfinna mynduð af írska ljósmyndaranum Boo George. Forsíða Kolfinnu er ein af sextán sem tímaritið gefur út með þessu tölublaði en ritstjórnin segist hafa valið sextán uppáhalds ofurfyrirsæturnar sínar fyrir verkefnið. Hægt er að skoða forsíðurnar hér á heimasíðu i-D.

Kolfinna situr ekki aðeins fyrir á forsíðunni heldur birtir tímaritið heilan myndaþátt með fyrirsætunni. Boo George hefur áður myndað fyrir Levi's, Topman, Wrangler, Louis Vuitton, Ungaro og Allsaints.


Tengdar fréttir

Íslensk fyrirsæta gerir það gott á heimsvísu

Hólið þessa vikuna fær íslenska fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sem gerir það gott á heimsvísu en um þessar mundir en hún er andlit ítalska tískuhússins Versace fyrir árið 2013.

Kolfinna í ítalska Vogue

Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir kemur fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue sem nefnist Because The Night. Ljósmyndarinn Steven Meisel myndaði þáttinn en hann myndaði meðal annars Madonnu fyrir bók hennar Sex sem kom út árið 1992. Meisel stundaði nám við Parsons The New School for Design og hefur áður unnið með tískuhúsum á borð við Versace, Valentino, Dolce & Gabbana og Calvin Klein.

Mynduð fyrir Acne

Enn berast fregnir af sigrum fyrirsætunnar Kolfinnu Kristófersdóttur sem er komin á fullt aftur eftir að hún tognaði á ökkla fyrr í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.