Leyndardómur um líkamsvöxt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. maí 2012 09:45 Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: „Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?" Ha?" svarar hún og gat ég ekki betur séð en að hún væri gáttuð á framhleypni Vestfirðingsins. Taldi ég þetta vera menningarárekstur því vestur á fjörðum er fólk ekki látið svo afskiptalaust í lífsins ölduróti. Þar fer enginn með frunsu óáreittur en í henni Reykjavík gætu menn arkað um bæinn með hausinn í fanginu án þess að nokkur léti sig það neinu varða. „Veistu hvort þetta er strákur eða stelpa?" spyr ég þá. „Ég veit bara ekkert um hvað þú ert að tala." Ég fór í örvæntingu að leita að munni í gólfinu sem gæti gleypt mig en þegar sú leit bar ekki árangur fór ég að þefa af túlípönum eins og þorpari sem væri í fyrsta sinn í bænum. Ég fór strax að setja saman aðgerðaráætlun til að svona hneisur myndu ekki endurtaka sig. Reyndar var þetta frekar aðgerðarleysisáætlun því hún kvað á um að aldrei framar skyldi ég nefna nokkurn skapaðan hlut við konu sem eitthvað hefði með líkamsvöxt hennar að gera. Bara ekki. Nú lenti ég í því hér suður á Spáni að vera að vinna með konu sem mér fannst vera orðin frekar framsett. Ég hélt mig við gömlu áætlunina og hugsaði með mér að kannski hefði hún klætt þessa bumbu af sér en nú þegar blési frá Sahara blasti þessi vöxtur hennar við. Ég var síðan orðinn alveg viss um að hún væri ólétt en af tryggð við gamlan eið þagði ég eins og steinninn. Svo kemur þar ung stúlka og segir eins og ekkert sé eðlilegra: „Nei, ég var ekki búin að sjá þig svona, hvað ertu komin langt?" Nei, ég var ekki búinn að taka eftir þessu," segi ég þá eins og uppgerðarlegur bjáni. Nú er ég með nýjan aðgerðarpakka í smíðum. Í honum verða engin heimskuleg plön til að koma í veg fyrir mistök, aðeins ákvæði um heilindi þegar þau ber að garði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun
Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: „Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?" Ha?" svarar hún og gat ég ekki betur séð en að hún væri gáttuð á framhleypni Vestfirðingsins. Taldi ég þetta vera menningarárekstur því vestur á fjörðum er fólk ekki látið svo afskiptalaust í lífsins ölduróti. Þar fer enginn með frunsu óáreittur en í henni Reykjavík gætu menn arkað um bæinn með hausinn í fanginu án þess að nokkur léti sig það neinu varða. „Veistu hvort þetta er strákur eða stelpa?" spyr ég þá. „Ég veit bara ekkert um hvað þú ert að tala." Ég fór í örvæntingu að leita að munni í gólfinu sem gæti gleypt mig en þegar sú leit bar ekki árangur fór ég að þefa af túlípönum eins og þorpari sem væri í fyrsta sinn í bænum. Ég fór strax að setja saman aðgerðaráætlun til að svona hneisur myndu ekki endurtaka sig. Reyndar var þetta frekar aðgerðarleysisáætlun því hún kvað á um að aldrei framar skyldi ég nefna nokkurn skapaðan hlut við konu sem eitthvað hefði með líkamsvöxt hennar að gera. Bara ekki. Nú lenti ég í því hér suður á Spáni að vera að vinna með konu sem mér fannst vera orðin frekar framsett. Ég hélt mig við gömlu áætlunina og hugsaði með mér að kannski hefði hún klætt þessa bumbu af sér en nú þegar blési frá Sahara blasti þessi vöxtur hennar við. Ég var síðan orðinn alveg viss um að hún væri ólétt en af tryggð við gamlan eið þagði ég eins og steinninn. Svo kemur þar ung stúlka og segir eins og ekkert sé eðlilegra: „Nei, ég var ekki búin að sjá þig svona, hvað ertu komin langt?" Nei, ég var ekki búinn að taka eftir þessu," segi ég þá eins og uppgerðarlegur bjáni. Nú er ég með nýjan aðgerðarpakka í smíðum. Í honum verða engin heimskuleg plön til að koma í veg fyrir mistök, aðeins ákvæði um heilindi þegar þau ber að garði.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun