„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 11:56 Vísir/Arnar Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair funduðu ekki í gær og hefur enginn fundur verið boðaður í dag. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir samninganefndina hins vegar tilbúna ef kallið kemur frá Icelandair. „Það er ótrúlega stutt á milli okkar, það stendur styr um það hvernig menn reikna, við höfum nú áður verið stutt frá hvor öðrum og náð saman að lokum, ég veit að það gerist líka núna,“ segir Jón Þór. Hann segir að verið sé að meta og reikna út áhrif tilslakana og hvernig nýtingin verður úr þeim.„Það er það sem við höfum lagt fram, Icelandair hefur reiknað það þannig að það sé lítilleg viðbót sem þarf til og við erum bara að reikna þetta og leggja þetta upp og máta þetta. Það skiptir miklu máli hvernig leiðakerfið er og hvaða mögulegu nýju markaðir eru undir. Þetta eru margir þræðir í þessari jöfnu,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta með nýjum kjarasamningum. „Ég held að það sé hægt að halda því fram að ráðstöfunartekjur eigi ekki að rýrna. Ég held að hann hafi verið að vísa til þess að framleiðaraukningin kæmi til með því að menn myndu vinna meira fyrir sömu tekjur.“ Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi sent tilboð sitt á flugmenn. „Kjarasamningum verður ekki komið á með þessum hætti á íslenskum vinnumarkaði.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair funduðu ekki í gær og hefur enginn fundur verið boðaður í dag. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir samninganefndina hins vegar tilbúna ef kallið kemur frá Icelandair. „Það er ótrúlega stutt á milli okkar, það stendur styr um það hvernig menn reikna, við höfum nú áður verið stutt frá hvor öðrum og náð saman að lokum, ég veit að það gerist líka núna,“ segir Jón Þór. Hann segir að verið sé að meta og reikna út áhrif tilslakana og hvernig nýtingin verður úr þeim.„Það er það sem við höfum lagt fram, Icelandair hefur reiknað það þannig að það sé lítilleg viðbót sem þarf til og við erum bara að reikna þetta og leggja þetta upp og máta þetta. Það skiptir miklu máli hvernig leiðakerfið er og hvaða mögulegu nýju markaðir eru undir. Þetta eru margir þræðir í þessari jöfnu,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta með nýjum kjarasamningum. „Ég held að það sé hægt að halda því fram að ráðstöfunartekjur eigi ekki að rýrna. Ég held að hann hafi verið að vísa til þess að framleiðaraukningin kæmi til með því að menn myndu vinna meira fyrir sömu tekjur.“ Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi sent tilboð sitt á flugmenn. „Kjarasamningum verður ekki komið á með þessum hætti á íslenskum vinnumarkaði.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38
Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41
Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04