„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 11:56 Vísir/Arnar Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair funduðu ekki í gær og hefur enginn fundur verið boðaður í dag. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir samninganefndina hins vegar tilbúna ef kallið kemur frá Icelandair. „Það er ótrúlega stutt á milli okkar, það stendur styr um það hvernig menn reikna, við höfum nú áður verið stutt frá hvor öðrum og náð saman að lokum, ég veit að það gerist líka núna,“ segir Jón Þór. Hann segir að verið sé að meta og reikna út áhrif tilslakana og hvernig nýtingin verður úr þeim.„Það er það sem við höfum lagt fram, Icelandair hefur reiknað það þannig að það sé lítilleg viðbót sem þarf til og við erum bara að reikna þetta og leggja þetta upp og máta þetta. Það skiptir miklu máli hvernig leiðakerfið er og hvaða mögulegu nýju markaðir eru undir. Þetta eru margir þræðir í þessari jöfnu,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta með nýjum kjarasamningum. „Ég held að það sé hægt að halda því fram að ráðstöfunartekjur eigi ekki að rýrna. Ég held að hann hafi verið að vísa til þess að framleiðaraukningin kæmi til með því að menn myndu vinna meira fyrir sömu tekjur.“ Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi sent tilboð sitt á flugmenn. „Kjarasamningum verður ekki komið á með þessum hætti á íslenskum vinnumarkaði.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair funduðu ekki í gær og hefur enginn fundur verið boðaður í dag. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir samninganefndina hins vegar tilbúna ef kallið kemur frá Icelandair. „Það er ótrúlega stutt á milli okkar, það stendur styr um það hvernig menn reikna, við höfum nú áður verið stutt frá hvor öðrum og náð saman að lokum, ég veit að það gerist líka núna,“ segir Jón Þór. Hann segir að verið sé að meta og reikna út áhrif tilslakana og hvernig nýtingin verður úr þeim.„Það er það sem við höfum lagt fram, Icelandair hefur reiknað það þannig að það sé lítilleg viðbót sem þarf til og við erum bara að reikna þetta og leggja þetta upp og máta þetta. Það skiptir miklu máli hvernig leiðakerfið er og hvaða mögulegu nýju markaðir eru undir. Þetta eru margir þræðir í þessari jöfnu,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta með nýjum kjarasamningum. „Ég held að það sé hægt að halda því fram að ráðstöfunartekjur eigi ekki að rýrna. Ég held að hann hafi verið að vísa til þess að framleiðaraukningin kæmi til með því að menn myndu vinna meira fyrir sömu tekjur.“ Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi sent tilboð sitt á flugmenn. „Kjarasamningum verður ekki komið á með þessum hætti á íslenskum vinnumarkaði.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38
Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41
Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04