Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Kristján Hjálmarsson skrifar 21. maí 2012 15:19 Þessi risaurriði var veiddur á svartan Nobler en ekki makríl og var fisknum sleppt strax að myndatöku lokinni. Hinrik Óskarsson Töluvert hefur borið á því að veiðimenn noti makríl eða aðra óhefðbundna beitu í Þingvallavatni en slíkt er með öllu bannað. „Það bar mikið á því fyrir nokkrum árum að menn voru að nota aðra beitu en þessa hefðbundnu, það er spún, flugu eða maðk. Við vorum farnir að sjá ansi margar útgáfur af beitu, þar á meðal WD 40 og makríl. Það var því ákveðið að banna slíkt og við höfum bætt á merkingar við vatnið til að reyna að koma í veg fyrir þetta. En þessi umræða blossar þó reglulega upp og þá sérstaklega í maí eða þegar veiðitímabilið er að byrja," segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins að Þingvöllum. Einar segir eina af ástæðunum fyrir makrílbanninu sé sóðaskapurinn sem honum fylgi, makrílstubbar og dósir utan af honum hafi verið að finnast allt í kringum vatnið. „Umgengnin hefur ekki verið til fyrirmyndar við vatnið, veiðimenn hafa verið að skilja eftir girni, öngla og annað smálegt. Það er brýnt að hvetja veiðimenn til að ganga betur um." Að sögn Einars reyna landverðir að fylgjast með veiðunum en það geti oft verið erfitt að fylgjast með öllu vatninu innan þjóðgarðsins auk þess sem fólk veiði oft á þeim tíma sem landverðir eru ekki við vinnu.Ganga fram af öðrum veiðimönnum „Við höfum verið með lausráðinn veiðivörð sem kemur öðruhvoru við til að athuga þetta en oftast fréttum við af þessu þegar veiðimenn ganga fram af öðrum veiðimönnum. Okkur þyki þetta miður, við reynum að sporna við þessu en samt eru alltaf einhverjir sem sleppa," segir Einar. Eftirlit við vatnið verður aukið í næstu viku þegar landverðir þjóðgarðsins koma til starfa.Stórurriðinn freistar Að sögn Einars er það stórurriðinn sem freistar þegar menn nota hina óhefðbundnu beitu enda getur verið snúið að ná í einn slíkan. Hann segir að þótt einhverjir noti makrílinn hafi það ekki haft áhrif á stofn þessa goðsagna kennda fisks. „Stórurriðinn hefur verið í vexti en þeir sem hafa rannsakað hann og þekkja best til biðja um að honum sé sleppt. Það hefur mikil áhrif á vöxt og viðgang stofnsins að honum sé sleppt og því er þeim tilmælum beint til veiðimanna að sleppa stórurriðanum aftur þegar búið er að smella af myndinni." Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Töluvert hefur borið á því að veiðimenn noti makríl eða aðra óhefðbundna beitu í Þingvallavatni en slíkt er með öllu bannað. „Það bar mikið á því fyrir nokkrum árum að menn voru að nota aðra beitu en þessa hefðbundnu, það er spún, flugu eða maðk. Við vorum farnir að sjá ansi margar útgáfur af beitu, þar á meðal WD 40 og makríl. Það var því ákveðið að banna slíkt og við höfum bætt á merkingar við vatnið til að reyna að koma í veg fyrir þetta. En þessi umræða blossar þó reglulega upp og þá sérstaklega í maí eða þegar veiðitímabilið er að byrja," segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins að Þingvöllum. Einar segir eina af ástæðunum fyrir makrílbanninu sé sóðaskapurinn sem honum fylgi, makrílstubbar og dósir utan af honum hafi verið að finnast allt í kringum vatnið. „Umgengnin hefur ekki verið til fyrirmyndar við vatnið, veiðimenn hafa verið að skilja eftir girni, öngla og annað smálegt. Það er brýnt að hvetja veiðimenn til að ganga betur um." Að sögn Einars reyna landverðir að fylgjast með veiðunum en það geti oft verið erfitt að fylgjast með öllu vatninu innan þjóðgarðsins auk þess sem fólk veiði oft á þeim tíma sem landverðir eru ekki við vinnu.Ganga fram af öðrum veiðimönnum „Við höfum verið með lausráðinn veiðivörð sem kemur öðruhvoru við til að athuga þetta en oftast fréttum við af þessu þegar veiðimenn ganga fram af öðrum veiðimönnum. Okkur þyki þetta miður, við reynum að sporna við þessu en samt eru alltaf einhverjir sem sleppa," segir Einar. Eftirlit við vatnið verður aukið í næstu viku þegar landverðir þjóðgarðsins koma til starfa.Stórurriðinn freistar Að sögn Einars er það stórurriðinn sem freistar þegar menn nota hina óhefðbundnu beitu enda getur verið snúið að ná í einn slíkan. Hann segir að þótt einhverjir noti makrílinn hafi það ekki haft áhrif á stofn þessa goðsagna kennda fisks. „Stórurriðinn hefur verið í vexti en þeir sem hafa rannsakað hann og þekkja best til biðja um að honum sé sleppt. Það hefur mikil áhrif á vöxt og viðgang stofnsins að honum sé sleppt og því er þeim tilmælum beint til veiðimanna að sleppa stórurriðanum aftur þegar búið er að smella af myndinni."
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði