Nauðsyn þess að endurnýja 31. október 2006 18:29 Ekki verður annað séð en að niðurstöðurnar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins séu stórkostleg áskorun til Samfylkingarinnar um að endurnýja á framboðslistum sínum. Því eins og gamall sjálfstæðismaður sagði við mig lýsir af Guðfinnu Bjarnadóttur á lista Sjálfstæðisflokksins og Illugi Gunnarsson er líka mikið efni, kannski mesti framtíðarmaðurinn í flokknum. Andspænis þessu þarf Samfylkingin að hugsa sinn gang. Hún er langt á eftir Sjálfstæðisflokknum í könnunum þótt mjótt hafi verið á mununum í siðustu kosningum. Ef marka má síðustu Gallupkönnun fær Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn en Samfylkingin aðeins 16. Í þingliði Samfylkingarinnar er furðu margt fólk sem má kalla farþega. Með nokkrum undantekningum er þetta frekar dauflegur hópur. Endurnýjunin hefur verið harla lítil síðan flokkurinn bauð fyrst fram 1999. Einhverjir hafa reyndar horfið burt, en í staðinn hafa komið fremur tilþrifalitlir varaþingmenn. --- --- --- Ekki vantar svosem framboðið á nýju fólki í prófkjörunum sem eru framundan. Troðningurinn er raunar svo mikill að hætt er við að nýliðarnir taki aðallega atkvæði hverjir frá öðrum - og þannig sitji sömu þingmennirnir áfram í sama gamla stjórnarandstöðuþæfingnum. Það væri afar vont fyrir flokkinn. Þess vegna var svo skrítið að heyra formann Samfylkingarinnar lýsa yfir vonbrigðum þegar einhverjum atkvæðaminnsta þingmanni flokksins var hafnað í prófkjöri. Líklega hefði verið nær að fagna. En það er semsagt nóg ágætu fólki sem vill setjast á þing fyrir Samfylkinguna, eiginlega furðulegt hversu margir hafa áhuga miðað við hvað prófkjör eru erfið fyrir almenna borgara: Árni Páll Árnason, Kristún Heimisdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Guðmundur Steingrímsson, Glúmur Baldvinsson, Magnús Norðdahl, Ellert B. Schram, Anna Sigríður Guðnadóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gunnar Svavarsson, Byndís Ísfold, Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Um að gera að gefa gamla liðinu frí. --- --- --- Sjálfstæðismenn alltaf að tala um andstæðinga. Björn Bjarnason notar þetta orð og Geir Haarde líka. Ef maður segir eitthvað um Sjálfstæðisflokkinn, fær maður einatt framan í sig að maður sé andstæðingur hans. Það á einhvern veginn að skýra allt. Þetta er gamalt og púkalegt "við og hinir"-viðhorf. Ef þú ert ekki með okkur ertu á móti okkur. Ég er ekki virkur í Sjálfstæðisflokknum en ég er samt ekki andstæðingur hans. Það er alveg hægt. --- --- --- Sólveig Pálsdóttir á Svínafelli er látin, elsta kona Íslands. Það voru eiginlega merkilegustu fréttirnar í vikunni. Kristján Már Unnarsson sagði í fréttum að hún hefði verið síðasti Íslendingurinn sem var fæddur á 19. öld. Það er skrítin tilhugsun að allt fólkið frá því tímabili sé horfið. Móðurafi minn og amma voru bæði fædd á 19. öldinni. Æ, þetta er bara svona:Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna. legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Ekki verður annað séð en að niðurstöðurnar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins séu stórkostleg áskorun til Samfylkingarinnar um að endurnýja á framboðslistum sínum. Því eins og gamall sjálfstæðismaður sagði við mig lýsir af Guðfinnu Bjarnadóttur á lista Sjálfstæðisflokksins og Illugi Gunnarsson er líka mikið efni, kannski mesti framtíðarmaðurinn í flokknum. Andspænis þessu þarf Samfylkingin að hugsa sinn gang. Hún er langt á eftir Sjálfstæðisflokknum í könnunum þótt mjótt hafi verið á mununum í siðustu kosningum. Ef marka má síðustu Gallupkönnun fær Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn en Samfylkingin aðeins 16. Í þingliði Samfylkingarinnar er furðu margt fólk sem má kalla farþega. Með nokkrum undantekningum er þetta frekar dauflegur hópur. Endurnýjunin hefur verið harla lítil síðan flokkurinn bauð fyrst fram 1999. Einhverjir hafa reyndar horfið burt, en í staðinn hafa komið fremur tilþrifalitlir varaþingmenn. --- --- --- Ekki vantar svosem framboðið á nýju fólki í prófkjörunum sem eru framundan. Troðningurinn er raunar svo mikill að hætt er við að nýliðarnir taki aðallega atkvæði hverjir frá öðrum - og þannig sitji sömu þingmennirnir áfram í sama gamla stjórnarandstöðuþæfingnum. Það væri afar vont fyrir flokkinn. Þess vegna var svo skrítið að heyra formann Samfylkingarinnar lýsa yfir vonbrigðum þegar einhverjum atkvæðaminnsta þingmanni flokksins var hafnað í prófkjöri. Líklega hefði verið nær að fagna. En það er semsagt nóg ágætu fólki sem vill setjast á þing fyrir Samfylkinguna, eiginlega furðulegt hversu margir hafa áhuga miðað við hvað prófkjör eru erfið fyrir almenna borgara: Árni Páll Árnason, Kristún Heimisdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Guðmundur Steingrímsson, Glúmur Baldvinsson, Magnús Norðdahl, Ellert B. Schram, Anna Sigríður Guðnadóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gunnar Svavarsson, Byndís Ísfold, Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Um að gera að gefa gamla liðinu frí. --- --- --- Sjálfstæðismenn alltaf að tala um andstæðinga. Björn Bjarnason notar þetta orð og Geir Haarde líka. Ef maður segir eitthvað um Sjálfstæðisflokkinn, fær maður einatt framan í sig að maður sé andstæðingur hans. Það á einhvern veginn að skýra allt. Þetta er gamalt og púkalegt "við og hinir"-viðhorf. Ef þú ert ekki með okkur ertu á móti okkur. Ég er ekki virkur í Sjálfstæðisflokknum en ég er samt ekki andstæðingur hans. Það er alveg hægt. --- --- --- Sólveig Pálsdóttir á Svínafelli er látin, elsta kona Íslands. Það voru eiginlega merkilegustu fréttirnar í vikunni. Kristján Már Unnarsson sagði í fréttum að hún hefði verið síðasti Íslendingurinn sem var fæddur á 19. öld. Það er skrítin tilhugsun að allt fólkið frá því tímabili sé horfið. Móðurafi minn og amma voru bæði fædd á 19. öldinni. Æ, þetta er bara svona:Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna. legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum.