Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1- 4 Stefán Árni Pálsson í Grindavík skrifar 21. maí 2012 16:23 Stjarnan vann auðveldan sigur á Grindavík, 4-1, í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli. Þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk og varnarleikur liðsins er gjörsamlega í molum þessa daganna. Það má nú segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en fyrsta markið kom eftir aðeins 27 sekúndur þegar Gavin Morrison, leikmaður Grindavíkur, kom boltanum í netið. Grindvíkingar tóku miðju og brunuðu upp völlinn. Stjarnan átti í vandræðum með að hreinsa boltann út úr þeirra eigin vítateig og það nýtti Morrison sér. Mögnuð byrjun gaf tóninn. Stjörnumenn létu þetta ekki slá sig út af laginu og léku sinni leik næstu mínútur. Það tók ekki langan tíma fyrir gestina að jafna metin en Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið nokkrum mínútum eftir mark Grindvíkinga en Atli fékk frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. Leikurinn róaðist heldur eftir þessa byrjun og var staðan 1-1 í hálfleik. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn vel og voru mun ákveðnari. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum komust gestirnir yfir og aftur var það Atli Jóhannsson. Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar, nýtti sér varnarmistök Grindvíkinga og náði frábærri sendingu á Atla Jóhannsson sem klíndi boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Óskar Pétursson í markinu hjá Grindavík. Aðeins fimm mínútum eftir markið frá Atla skoruðu Stjörnumenn þriðja mark sitt í leiknum eftir frábæra sókn. Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, fékk boltann á miðjum vellinum og átti frábæra stungusendingu inn fyrir á Kennie Knak Chopart sem þrumaði boltanum í netið, frábær sókn frá upphafi til enda. Kenny Chopart var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann átti fína sendingu á kollinn á Mads Laudrup sem hafnaði í netinu. Staðan orðin 4-1 fyrir Stjörnuna og tuttugu mínútur eftir af leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Stjörnunnar og þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk. Varnarleikur liðsins var skelfilegur og Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, á mikið verk óunnið með þétta öftustu línu liðsins. Atli: Við erum komnir í gang„Mér líður mjög vel, aldrei liðið betur," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara ekki vaknaðir í upphafi leikins og þeir refsuðu. Liðið hélt samt haus og náði að svara strax fyrir sig." „Við vorum heilt yfir töluvert betri aðilinn í leiknum og virkilega sanngjarn sigur. Við sýnum hér í kvöld að það er karakter í þessu liði og við erum komnir í gang." „Það er jákvætt að vera fjölga sigurleikjunum, því þessi jafntefli telja svo lítið. Við þurfum að vinna flest alla leiki til að vera í toppbaráttunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan. Guðjón: Liðum er refsað strax í þessari deild„Við mættum í leikinn til þess að reyna vinna," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að lið hans var tekið í kennslustund af Stjörnunni í kvöld. „Þetta byrjaði allt saman nokkuð vel fyrir okkur. Jöfnunarmarkið kom samt allt of snemma í andlitið á okkur og menn áttu heldur betur að verjast því betur." „Í byrjun síðari hálfleiksins benti ekkert til þess að leikurinn myndi þróast svona en svo dundi þetta allt saman yfir okkur." „Í grunninn eru þessi mörk sem við fáum á okkur algjört einbeitingarleysi hjá mínum mönnum og við þurfum að horfa í eigin barm og lagfæra varnarleik okkar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðjón með því að ýta hér. Bjarni: Við vorum mun sterkari aðilinn í þessum leik„Ég er mjög sáttur með mína menn og sérstaklega hvernig við lékum í síðari hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum auðvita mark á okkur strax sem var ekkert sérstakt, en það var mikilvægt að jafna strax." „Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari vorum við mun sterkari aðilinn og áttum sigurinn skilið." Bjarni Jóhannsson vann í kvöld sinn 100. leik sem þjálfari í efstu deild karla og var að vonum sáttur með það. „Þetta er mikill áfangi og Grindvíkingar eiga eftir að fyrirgefa mér þetta, ég átti fínan tíma hér sem þjálfari og gaman að ná þessum árangri á þessum velli, hérna líður mér vel."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því ýta hér. Mads Laudrup: Ég er allur að koma til„Við byrjuðum virkilega illa og vorum ekki búnir að snerta boltann þegar þeir skora," sagði Mads Laudrup, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það var mikilvægt að jafna leikinn strax í kjölfarið. Síðan í síðari hálfleiknum hefðum við getað sett fleiri mörk." „Síðustu tveir útileikir hjá liðinu hafa verið slakir og frábært að ná þessum úrslitum í kvöld." „Ég átti erfitt uppdráttar í fyrstu leikjunum en ég var að koma frá öðru landi þar sem leikstíllinn er aðeins öðruvísi, en ég er búinn að átta mig og líður núna bara vel á vellinum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Mads með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjarnan vann auðveldan sigur á Grindavík, 4-1, í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli. Þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk og varnarleikur liðsins er gjörsamlega í molum þessa daganna. Það má nú segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en fyrsta markið kom eftir aðeins 27 sekúndur þegar Gavin Morrison, leikmaður Grindavíkur, kom boltanum í netið. Grindvíkingar tóku miðju og brunuðu upp völlinn. Stjarnan átti í vandræðum með að hreinsa boltann út úr þeirra eigin vítateig og það nýtti Morrison sér. Mögnuð byrjun gaf tóninn. Stjörnumenn létu þetta ekki slá sig út af laginu og léku sinni leik næstu mínútur. Það tók ekki langan tíma fyrir gestina að jafna metin en Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið nokkrum mínútum eftir mark Grindvíkinga en Atli fékk frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. Leikurinn róaðist heldur eftir þessa byrjun og var staðan 1-1 í hálfleik. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn vel og voru mun ákveðnari. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum komust gestirnir yfir og aftur var það Atli Jóhannsson. Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar, nýtti sér varnarmistök Grindvíkinga og náði frábærri sendingu á Atla Jóhannsson sem klíndi boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Óskar Pétursson í markinu hjá Grindavík. Aðeins fimm mínútum eftir markið frá Atla skoruðu Stjörnumenn þriðja mark sitt í leiknum eftir frábæra sókn. Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, fékk boltann á miðjum vellinum og átti frábæra stungusendingu inn fyrir á Kennie Knak Chopart sem þrumaði boltanum í netið, frábær sókn frá upphafi til enda. Kenny Chopart var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann átti fína sendingu á kollinn á Mads Laudrup sem hafnaði í netinu. Staðan orðin 4-1 fyrir Stjörnuna og tuttugu mínútur eftir af leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Stjörnunnar og þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk. Varnarleikur liðsins var skelfilegur og Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, á mikið verk óunnið með þétta öftustu línu liðsins. Atli: Við erum komnir í gang„Mér líður mjög vel, aldrei liðið betur," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara ekki vaknaðir í upphafi leikins og þeir refsuðu. Liðið hélt samt haus og náði að svara strax fyrir sig." „Við vorum heilt yfir töluvert betri aðilinn í leiknum og virkilega sanngjarn sigur. Við sýnum hér í kvöld að það er karakter í þessu liði og við erum komnir í gang." „Það er jákvætt að vera fjölga sigurleikjunum, því þessi jafntefli telja svo lítið. Við þurfum að vinna flest alla leiki til að vera í toppbaráttunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan. Guðjón: Liðum er refsað strax í þessari deild„Við mættum í leikinn til þess að reyna vinna," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að lið hans var tekið í kennslustund af Stjörnunni í kvöld. „Þetta byrjaði allt saman nokkuð vel fyrir okkur. Jöfnunarmarkið kom samt allt of snemma í andlitið á okkur og menn áttu heldur betur að verjast því betur." „Í byrjun síðari hálfleiksins benti ekkert til þess að leikurinn myndi þróast svona en svo dundi þetta allt saman yfir okkur." „Í grunninn eru þessi mörk sem við fáum á okkur algjört einbeitingarleysi hjá mínum mönnum og við þurfum að horfa í eigin barm og lagfæra varnarleik okkar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðjón með því að ýta hér. Bjarni: Við vorum mun sterkari aðilinn í þessum leik„Ég er mjög sáttur með mína menn og sérstaklega hvernig við lékum í síðari hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum auðvita mark á okkur strax sem var ekkert sérstakt, en það var mikilvægt að jafna strax." „Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari vorum við mun sterkari aðilinn og áttum sigurinn skilið." Bjarni Jóhannsson vann í kvöld sinn 100. leik sem þjálfari í efstu deild karla og var að vonum sáttur með það. „Þetta er mikill áfangi og Grindvíkingar eiga eftir að fyrirgefa mér þetta, ég átti fínan tíma hér sem þjálfari og gaman að ná þessum árangri á þessum velli, hérna líður mér vel."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því ýta hér. Mads Laudrup: Ég er allur að koma til„Við byrjuðum virkilega illa og vorum ekki búnir að snerta boltann þegar þeir skora," sagði Mads Laudrup, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það var mikilvægt að jafna leikinn strax í kjölfarið. Síðan í síðari hálfleiknum hefðum við getað sett fleiri mörk." „Síðustu tveir útileikir hjá liðinu hafa verið slakir og frábært að ná þessum úrslitum í kvöld." „Ég átti erfitt uppdráttar í fyrstu leikjunum en ég var að koma frá öðru landi þar sem leikstíllinn er aðeins öðruvísi, en ég er búinn að átta mig og líður núna bara vel á vellinum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Mads með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira