Íslenski boltinn

Valskonur komnar upp í 3. sætið - úrslitin í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Valskonur nýttu sér hagstæð úrslit í öðrum leikjum og hoppuðu upp í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með 3-1 heimasigri á botnliði ÍA í kvöld.

Valsliðið var í 6. sæti fyrir umferðina en Selfoss tapaði stigum í gær og í kvöld töpuðu bæði Þór/KA og Fylkir leikjum sínum.

Valskonur hafa 21 stig eins og Þór/KA en eru með betri markatölu en norðankonur sem töpuðu 0-5 í Eyjum í kvöld. Selfoss og Fylkir eru bæði með 20 stig.

Stjarnan vann 3-1 endurkomu sigur á Fylki í kvöld og náði ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á móti FH á morgun.



Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

ÍBV - Þór/KA 5-0

1-0 Nadia Patricia Lawrence (1.), 2-0 Shaneka Jodian Gordon (44.), 3-0 Vesna Elísa Smiljkovic (62.(, 4-0 Sjálfsmark (89.), 5-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (90.+1).

    

Fylkir - Stjarnan 1-3

1-0 Lucy Gildein (2.), 1-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (50.), 1-2 Írunn Þorbjörg Aradóttir (70.), 1-3 Sigrún Ella Einarsdóttir (89.)

Valur - ÍA 3-1

1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir (2.), 2-0 Hildur Antonsdóttir (16.), 2-1 Bryndís Rún Þórólfsdóttir (23.), 3-1 Svava Rós Guðmundsdóttir (83.).

Upplýsingar um markaskorara eru að hluta til fengnar frá úrslit.net.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×