Golf

Campbell í forystu á Augusta

Nordic Photos/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur eins höggs forystu á næstu menn á fyrsta degi Masters mótsins í golfi sem fram fer á Augusta vellinum.

Hinn 34 ára gamli Campbell var á kafla á níu höggum undir pari en lauk fyrsta hringnum á 65 höggum eða sjö höggum undir pari eftir að hafa fengið tvo skolla á síðustu holunum.

Campbell er höggi á undan löndum sínum Jim Furyk og Hunter Mahan. Tiger Woods náði sér ágætlega á strik og lék á 70 höggum. Hann er höggi á eftir Evrópumönnunum Padraig Harrington, Ross Fisher og Graeme McDowell.

Phil Michelson og Sergio Garcia hafa fulla ástæðu til að vera ósáttir við sína frammistöðu eftir að hafa klárað daginn á 73 höggum.

Skilyrði voru með besta móti á Augusta og reyndu menn að nýta sér það til fullnustu eins og sést á skorinu.

Smelltu hér til að sjá stöðuna á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×