Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja 7. ágúst 2014 14:00 „Við erum báðir miklir matarfíklar og sælkerar og okkur hefur lengi langað til þess að búa til eitthvað saman,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, en hann og annar körfuknattleiksmaður, Pavel Ermolinskij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum í miðbæ Reykjavíkur, á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis, nánar tiltekið Bergstaðastræti 14. „Pavel á nú upphaflega hugmyndina að búðinni. Það er svo mikið að gerast í miðbænum í dag, mikið líf og okkur fannst vanta svona ekta hverfisbúð í miðbæinn. Staðsetningin er alveg mögnuð,“ segir Jón Arnór. Þeir félagar eru nú á fullu þessa dagana að standsetja búðina og gera ráð fyrir að hún verði opnuð eftir um það bil tvær vikur. Jón Arnór, sem spilar körfuknattleik með CAI Zaragoza á Spáni, á þó í erfiðleikum með að afgreiða í búðinni yfir vetrartímann þegar körfuboltatímabilið er í gangi. „Það er synd að við náðum ekki að opna fyrr í sumar, það hefði verið gaman að vera með svuntuna og afgreiða en ég mun hins vegar gera það þegar ég kem heim í fríum. Pavel ætlar að standa vaktina með svuntuna á milli leikja og æfinga,“ segir Jón Arnór en Pavel leikur með KR og því stutt að skreppa. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á gæðahráefni og meðal annars eigin sósu. „Við erum miklir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið,“ segir Jón Arnór og hlær. Körfuknattleikskapparnir njóta einnig aðstoðar fagfólks í vali á hráefni og á uppsetningu búðarinnar. „Hafsteinn Júlíusson hjá HAF studio hjálpaði okkur að hanna rýmið, gera það smekklegt og flott. Við verðum svo í samstarfi við veitingastaðinn Snaps í hráefnisvali,“ bætir Jón Arnór við. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
„Við erum báðir miklir matarfíklar og sælkerar og okkur hefur lengi langað til þess að búa til eitthvað saman,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, en hann og annar körfuknattleiksmaður, Pavel Ermolinskij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum í miðbæ Reykjavíkur, á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis, nánar tiltekið Bergstaðastræti 14. „Pavel á nú upphaflega hugmyndina að búðinni. Það er svo mikið að gerast í miðbænum í dag, mikið líf og okkur fannst vanta svona ekta hverfisbúð í miðbæinn. Staðsetningin er alveg mögnuð,“ segir Jón Arnór. Þeir félagar eru nú á fullu þessa dagana að standsetja búðina og gera ráð fyrir að hún verði opnuð eftir um það bil tvær vikur. Jón Arnór, sem spilar körfuknattleik með CAI Zaragoza á Spáni, á þó í erfiðleikum með að afgreiða í búðinni yfir vetrartímann þegar körfuboltatímabilið er í gangi. „Það er synd að við náðum ekki að opna fyrr í sumar, það hefði verið gaman að vera með svuntuna og afgreiða en ég mun hins vegar gera það þegar ég kem heim í fríum. Pavel ætlar að standa vaktina með svuntuna á milli leikja og æfinga,“ segir Jón Arnór en Pavel leikur með KR og því stutt að skreppa. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á gæðahráefni og meðal annars eigin sósu. „Við erum miklir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið,“ segir Jón Arnór og hlær. Körfuknattleikskapparnir njóta einnig aðstoðar fagfólks í vali á hráefni og á uppsetningu búðarinnar. „Hafsteinn Júlíusson hjá HAF studio hjálpaði okkur að hanna rýmið, gera það smekklegt og flott. Við verðum svo í samstarfi við veitingastaðinn Snaps í hráefnisvali,“ bætir Jón Arnór við.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira