Umfjöllun: Framarar fyrstir til að leggja Akureyringa Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 12. desember 2010 17:45 Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram. Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira