Handbolti

Reynir: Kortlögðum Akureyringa mjög vel

Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Reynir Þór Reynisson var stoltur af strákunum sínum eftir góðan sigur á Akureyri í dag. Góður undirbúningur skipti sköpum að hans sögn en Fram vann leikinn 30-34.

"Við ætluðum að stoppa hraðaupphlauðin hjá Bjarna og Oddi. Við fórum vel yfir þeirra leik og þetta var mjög gott að koma norður og vinna taplaust lið. Ég er mjög sáttur."

"Við lendum í áfalli þegar Magnús fær rautt en Ástgeir kom frábær inn. Við vorum með tökin í leiknum nánast allan leikinn. Við kortlögðum Akureyri mjög vel fyrir leikinn."

"Við ræddum um það í hálfleik að hjálpa Ástgeiri, að vera þolinmóðir og hjálpa honum. Það fannst mér takast vel. Við erum á góðu skriði núna en það er svo mikið eftir. Við höldum okkur bara á jörðinni og reynum að bæta okkar leik eins og alltaf," sagði þjálfarinn.


Tengdar fréttir

Haraldur: Stefnum á titilinn

Haraldur Þorvarðarson, línumaður og fyrirliði Fram, átti góðan leik þegar liðið vann Akureyri 30-34 í N1-deild karla í dag. Hann segir að liðið stefni á titil og ekkert annað.

Atli: Spilamennskan var léleg

Atli Hilmarsson var eðlilega ekki ánægður með leik sinna manna í Akureyri í dag. Það tapaði fyrsta leik sínum í vetur, fyrir Fram, 30-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×