Sport

Auðunn fékk silfur á Indlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Auðunn Jónsson.
Auðunn Jónsson.

Auðunn Jónsson vann til silfurverðlauna í réttstöðulyfti á heimsmeistaramóti Alþjóða kraftlytingasambandsins, IPF, sem fór fram á Indlandi um helgina.

Auðunn varð í fimmta sæti í samanlögðum árangri og setti þrjú ný Íslandsmet í yfirþungavigt (+125 kg flokki).

Hann setti Íslandsmet í hnébeygju (385 kg), bekkpressu (250 kg) og réttstöðulyftu (355 kg), sem og í samanlögðum árangri (990 kg).

Heimsmeistari í samanlögðum árangri varð Bretinn Dean Bowring með 1055 kg en hann fagnaði einnig sigri í réttstöðulyftunni er hann lyfti 360 kg.

María E. Guðsteinsdóttir, Ármanni, keypti einnig á mótinu og varð Ísland í 17. sæti í keppni landsliða á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×