Körfubolti

Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur á­hyggjur af krakka­mótum um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson hefur miklar áhyggjur af stöðu mála vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar.
Brynjar Þór Björnsson hefur miklar áhyggjur af stöðu mála vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar. Vísir/Bára

Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar sem á dagskrá í kvöld.

Í nýrri færslu Brynjars hefur hann bæði áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem og stórum íþróttaviðburðum sem fara fram á Íslandi um helgina. Bæði stór 

„Metið er sem svo að erlendir ferðamenn frá áhættusvæðum séu ekki í snertingu við viðkvæma hópa og þeir þurfa því ekki að fara í sóttkví. Ég get ekki séð að viðkvæmir hópar séu ekki á víð og dreif um landið líkt og ferðamenn, t.a.m. í verslunum, á veitingastöðum, í strætóum o.s.frv.,“ skrifar Brynjar og snýr sér síðan að íþróttasamkomum.



„Komandi helgi er bæði bikarhelgi í handboltanum og þá fer einnig fram Nettómótið, eitt stærsta barnamót landsins. Í Laugardalshöll koma því saman um 7000 manns yfir helgina. Á Nettómótinu koma saman 1000 börn og 2000 foreldrar þeirra af landinu öllu. Ef innanlandssmit á sér stað á öðrum hvorum staðnum kemur það ekki í ljós fyrr en eftir miðja næstu viku þegar viðkomandi aðilar fá fyrst einkenni,“ skrifar Brynjar.

„Eru Almannavarnir í stakk búnar til að rekja smit allra 10.000 í næstu viku eða erum við þá búin að missa tökin?,“ spyr Brynjar og segir vinum sínum að þeir megi deila pósti hans að vild.

Gaupi ræddi við Brynjar Þór um málið í dag.


Tengdar fréttir

Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×