75 ára afmælisár Sameinuðu þjóðanna hafið með hnattrænni samræðu Heimsljós kynnir 6. janúar 2020 13:15 Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum um áramótin umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu með það fyrir augum að móta betri framtíð í þágu allra. Allt árið 2020 efna Sameinuðu þjóðirnar til samræðna á ýmsum vettvangi um allan heim. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verða nýttar fjórar mismunandi aðferðir til að kanna vilja heimsbúa og þær lausnir sem fólk sér fyrir sér í því skyni að glíma við alheimsvanda. Auk samræðnanna undir merki SÞ75, verður kannaður hugur fólks um allan heim á stafrænan hátt. “Einnar mínútu könnun” geta allir svarað, en einnig verða gerðar skoðanakannanir í fimmtíu ríkjum. Síðan verður gervigreind beitt til þess að rannsaka þær skoðanir sem birtast í bæði hefðbundnum fjölmiðlum og samskiptamiðlum í sjötíu ríkjum. Með þessu móti verður safnað upplýsingum á fjóra mismunandi stafræna vegu til að kanna afstöðu fólksins til málefna sem brenna á allri heimsbyggðinni. Þessu verður síðan safnað saman sem innleggi í umræðu um stefnumótun heimafyrir og á alþjóðavettvangi. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þátttöku í þessu frumkvæði. „Ekkert ríki, ekkert samfélag getur tekist á við margslungin vandamál heimsins eitt og sér. Við þurfum að fylkja liði, ekki aðeins til að tala heldur einnig til að hlusta. Það er þýðingarmikið að hvert og eitt ykkar taki þátt í samræðunni. Við þurfum á skoðunum ykkar, úrræðum og hugmyndum að halda til þess að vera betur í stakk búin til að þjóna þeim sem við eigum að þjóna, fólkinu í heiminum.“ Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólk og hópa sem ekki koma að öllu jöfnu nærri starfi Sameinuðu þjóðanna. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun afhenda oddvitum ríkja og ríkisstjórna og hátt settum embættismönnum samtakanna þær hugmyndir og skoðanir sem safnað hefur verið á leiðtogafundi til að minnast 75 ára afmælisins 21. september 2020. Þeim sem vilja taka þátt í umræðunni er bent á eftirfarandi vef: www.un.org/UN75. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum um áramótin umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu með það fyrir augum að móta betri framtíð í þágu allra. Allt árið 2020 efna Sameinuðu þjóðirnar til samræðna á ýmsum vettvangi um allan heim. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verða nýttar fjórar mismunandi aðferðir til að kanna vilja heimsbúa og þær lausnir sem fólk sér fyrir sér í því skyni að glíma við alheimsvanda. Auk samræðnanna undir merki SÞ75, verður kannaður hugur fólks um allan heim á stafrænan hátt. “Einnar mínútu könnun” geta allir svarað, en einnig verða gerðar skoðanakannanir í fimmtíu ríkjum. Síðan verður gervigreind beitt til þess að rannsaka þær skoðanir sem birtast í bæði hefðbundnum fjölmiðlum og samskiptamiðlum í sjötíu ríkjum. Með þessu móti verður safnað upplýsingum á fjóra mismunandi stafræna vegu til að kanna afstöðu fólksins til málefna sem brenna á allri heimsbyggðinni. Þessu verður síðan safnað saman sem innleggi í umræðu um stefnumótun heimafyrir og á alþjóðavettvangi. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þátttöku í þessu frumkvæði. „Ekkert ríki, ekkert samfélag getur tekist á við margslungin vandamál heimsins eitt og sér. Við þurfum að fylkja liði, ekki aðeins til að tala heldur einnig til að hlusta. Það er þýðingarmikið að hvert og eitt ykkar taki þátt í samræðunni. Við þurfum á skoðunum ykkar, úrræðum og hugmyndum að halda til þess að vera betur í stakk búin til að þjóna þeim sem við eigum að þjóna, fólkinu í heiminum.“ Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólk og hópa sem ekki koma að öllu jöfnu nærri starfi Sameinuðu þjóðanna. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun afhenda oddvitum ríkja og ríkisstjórna og hátt settum embættismönnum samtakanna þær hugmyndir og skoðanir sem safnað hefur verið á leiðtogafundi til að minnast 75 ára afmælisins 21. september 2020. Þeim sem vilja taka þátt í umræðunni er bent á eftirfarandi vef: www.un.org/UN75. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent