Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu í apríl fá eina milljón króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta stjarnan sem hefur verið kynnt til leiks á mótinu. Mynd/Instagram/reykjavikcrossfitchampionship Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos. CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos.
CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira