Dísa hrekur mýtuna um veikburða grænmetisætu: Þurfum ekki kjöt og fisk fyrir vöðvamassa Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2017 15:39 Dísa Dungal hefur vakið mikla athygli fyrir fræðslu um grænmetisætur og hreyfingu á Snapchat-reikningi sínum disadungal. Aðsend Þórdís Ása Dungal, einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu í Reykjavík, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir málflutning sinn um grænmetisætur og hvernig þær ná að næra sig með fram lyftingum. Þórdís, sem er betur þekkt sem Dísa Dungal, mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun þar sem hún fór yfir þá mýtu að fólk sem stundar lyftingar verði að fá prótín úr kjöt og fiski til að byggja upp vöðvamassa. Hún segir grænmetisætur einfaldlega þurfa að blanda saman hentum og baunum eða fræjum og korni til að fá þau prótín sem eru nauðsynleg fyrir vöðvauppbyggingu.Í samtali við Vísi segist hún hafa byrjað að fræða fólk um þetta vegna þess að hún hafi margoft fengið spurningar frá fólki hvernig það sé mögulegt fyrir manneskju í mikilli hreyfingu að viðhalda vöðvamassa ef hún er grænmetisæta. „Mig langar til að koma þessu á framfæri og sýna fólki að það er allt hægt hægt og brjóta niður þessa staðalímynd sem er komin því fólk virðist halda að grænmetisætur séu veikburða,“ segir Dísa í samtali við Vísi. Hún segir prótín byggð á amínósýrum, eða byggingareiningum, en fjöldi þeirra sem koma fyrir í prótínum vera 20 talsins. Níu af þessum tuttugu amínósýrum eru lífsnauðsynlegar, en það eru amínósýrurnar sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að fá þær úr fæðu. Kjöt, mjólkurvörur og egg innihalda allar þessar amínósýrur en grænmetisætur geta fengið þessi heilprótín úr fæðu með því að blanda saman hnetum og baunum eða fræjum og korni.Hægt er að fá ítarlegri skýringar á málefninu á Vísindavef Háskóla Íslands með því að smella hér.Vildi kynna sér málið Dísa, sem er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði, segist hafa byrjað á þessu mataræði í ágúst í fyrrasumar því hún vildi sjálf mynda sér skoðun á málefninu. „Ég gerði þetta aðallega út af því að sem einkaþjálfari finnst mér mikilvægt að þekkja og kynna mér lífshætti fólks,“ segir Dísa.Dísa segist ekki hafa ætlað sér að vera grænmetisæta að eilífu. Þegar hún hafi prófað kjöt aftur þá var líkaminn einfaldlega ekki hrifinn af því, og því sneiðir hún hjá kjöti og fisk í dag.AðsendÍ fyrstu var hún vegan, manneskja sem sneiðir hjá öllum dýraafurðum, en ákvað síðar meir að verða grænmetisæta og borðar því egg og mysuprótín. „En þú þarft ekkert að gera það,“ segir Dísa og á þar við að ekki sé nauðsynlegt að borða egg og mysuprótín til að byggja upp vöðva. „Ég ætlaði ekki að vera grænmetisæta það sem eftir er. Svo þegar ég ætlaði að borða kjöt aftur, þá vildi líkaminn ekkert með þetta hafa og tók því illa,“ segir Dísa. „Mér leið bara ekki vel þegar ég borðaði kjöt. Ég hlustaði því á líkama minn og hann segir mér hvernig þetta á að vera.“ Dísa hreyfir sig mikið en hún segist ekki hafa óttast máttleysi þegar hún ákvað að sneiða hjá kjöt og fiski. „Ef það hefði gerst þá hefði ég einfaldlega snúið blaðinu við. Það að vera hræddur er líka heilbrigt fyrir mann. Maður á að prófa að fara út fyrir þægindaramma sinn og prófa nýja hluti. Annars veit maður ekki hvaða áhrif það mun hafa á mann. Ég myndi aldrei vita svarið sjálf nema að hafa prófað það.“ Hún segir marga hrædda við mataræði sem byggist aðallega á fæðu úr jurtaríkinu því það geti lent í blóðleysi, sem sé hættulegt ástand. „Þess vegna þurfa grænmetisætur og veganar að taka B-12 vítamín ef þau eru á þessu mataræði. Fá það út töfluformi en samt sem áður þarf fólk að vera meðvitað um það að uppbygging B-12 vítamínsins í töfluformi er öðruvísi en úr fæðu. Þetta erfiðar upptökuna í líkamanum. Þess vegna þarf að passa að gæðin úr B-12 vítamíninu komi frá viðurkenndum framleiðanda.“Dísa starfar sem einkaþjálfari í Hreyfingu en hún er með meistarapróf í íþrótta- og heilsufræði.AðsendEkki orðið veik í tvö ár Í Harmageddon sagðist Dísa vera í toppmálum heilsufarslega og ekki hafa orðið lasin í tvö ár. „Ég hef kannski fundið fyrir særindum í hálsi í tvo daga en aldrei orðið veik. Heilsufarslega séð er ég í toppmálum,“ segir Dísa. Hún segir fjóra þætti spila lykilhlutverk þegar kemur að því. Þeir eru svefn, næring, andlegt ástand og hreyfing. „Ef þeir eru í lagi og þú hugsar um þá, þá verður þú heilsufarslega í góðum málum.“ Þeir sem hafa íhugað að sneiða hjá kjöti og fiski, og jafnvel öllum dýraafurðum, ættu ekki að breyta öllu á einum degi að mati Dísu. „Ég tók mér minn tíma í að finna mér matvæli í staðinn fyrir kjöt og fisk. Maður getur lent í því að líkaminn fari í sjokk ef maður gerir þetta einn, tveir og bingó! Þá verður maður þreyttur og í slæmu standi.“ Fjöldi þekktra íþróttamanna hafa sýnt fram á að það er vel hægt að ná árangri án þess að fá prótín úr dýraafurðum. Þar á meðal bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Damien Lillard sem spilar fyrir Portland Trail Blazers og kraftlyftingakonan Hulda B. Waage, sem setti Íslandsmet í fyrra með því að taka 205 kíló í hnébeygju í búnaði. Labor! Ready for the season ! #RipCity A post shared by Damian Lillard (@damianlillard) on Sep 4, 2017 at 6:23pm PDT 205kg squat. Icelandic record. #veganpower #plantfueled #vegan #powerlifting #ipf #icelandicrecord #recordholder A post shared by Hulda B Waage VeganPowerlifter (@huldabwaage) on Nov 11, 2016 at 1:16pm PST Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Þórdís Ása Dungal, einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu í Reykjavík, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir málflutning sinn um grænmetisætur og hvernig þær ná að næra sig með fram lyftingum. Þórdís, sem er betur þekkt sem Dísa Dungal, mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun þar sem hún fór yfir þá mýtu að fólk sem stundar lyftingar verði að fá prótín úr kjöt og fiski til að byggja upp vöðvamassa. Hún segir grænmetisætur einfaldlega þurfa að blanda saman hentum og baunum eða fræjum og korni til að fá þau prótín sem eru nauðsynleg fyrir vöðvauppbyggingu.Í samtali við Vísi segist hún hafa byrjað að fræða fólk um þetta vegna þess að hún hafi margoft fengið spurningar frá fólki hvernig það sé mögulegt fyrir manneskju í mikilli hreyfingu að viðhalda vöðvamassa ef hún er grænmetisæta. „Mig langar til að koma þessu á framfæri og sýna fólki að það er allt hægt hægt og brjóta niður þessa staðalímynd sem er komin því fólk virðist halda að grænmetisætur séu veikburða,“ segir Dísa í samtali við Vísi. Hún segir prótín byggð á amínósýrum, eða byggingareiningum, en fjöldi þeirra sem koma fyrir í prótínum vera 20 talsins. Níu af þessum tuttugu amínósýrum eru lífsnauðsynlegar, en það eru amínósýrurnar sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að fá þær úr fæðu. Kjöt, mjólkurvörur og egg innihalda allar þessar amínósýrur en grænmetisætur geta fengið þessi heilprótín úr fæðu með því að blanda saman hnetum og baunum eða fræjum og korni.Hægt er að fá ítarlegri skýringar á málefninu á Vísindavef Háskóla Íslands með því að smella hér.Vildi kynna sér málið Dísa, sem er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði, segist hafa byrjað á þessu mataræði í ágúst í fyrrasumar því hún vildi sjálf mynda sér skoðun á málefninu. „Ég gerði þetta aðallega út af því að sem einkaþjálfari finnst mér mikilvægt að þekkja og kynna mér lífshætti fólks,“ segir Dísa.Dísa segist ekki hafa ætlað sér að vera grænmetisæta að eilífu. Þegar hún hafi prófað kjöt aftur þá var líkaminn einfaldlega ekki hrifinn af því, og því sneiðir hún hjá kjöti og fisk í dag.AðsendÍ fyrstu var hún vegan, manneskja sem sneiðir hjá öllum dýraafurðum, en ákvað síðar meir að verða grænmetisæta og borðar því egg og mysuprótín. „En þú þarft ekkert að gera það,“ segir Dísa og á þar við að ekki sé nauðsynlegt að borða egg og mysuprótín til að byggja upp vöðva. „Ég ætlaði ekki að vera grænmetisæta það sem eftir er. Svo þegar ég ætlaði að borða kjöt aftur, þá vildi líkaminn ekkert með þetta hafa og tók því illa,“ segir Dísa. „Mér leið bara ekki vel þegar ég borðaði kjöt. Ég hlustaði því á líkama minn og hann segir mér hvernig þetta á að vera.“ Dísa hreyfir sig mikið en hún segist ekki hafa óttast máttleysi þegar hún ákvað að sneiða hjá kjöt og fiski. „Ef það hefði gerst þá hefði ég einfaldlega snúið blaðinu við. Það að vera hræddur er líka heilbrigt fyrir mann. Maður á að prófa að fara út fyrir þægindaramma sinn og prófa nýja hluti. Annars veit maður ekki hvaða áhrif það mun hafa á mann. Ég myndi aldrei vita svarið sjálf nema að hafa prófað það.“ Hún segir marga hrædda við mataræði sem byggist aðallega á fæðu úr jurtaríkinu því það geti lent í blóðleysi, sem sé hættulegt ástand. „Þess vegna þurfa grænmetisætur og veganar að taka B-12 vítamín ef þau eru á þessu mataræði. Fá það út töfluformi en samt sem áður þarf fólk að vera meðvitað um það að uppbygging B-12 vítamínsins í töfluformi er öðruvísi en úr fæðu. Þetta erfiðar upptökuna í líkamanum. Þess vegna þarf að passa að gæðin úr B-12 vítamíninu komi frá viðurkenndum framleiðanda.“Dísa starfar sem einkaþjálfari í Hreyfingu en hún er með meistarapróf í íþrótta- og heilsufræði.AðsendEkki orðið veik í tvö ár Í Harmageddon sagðist Dísa vera í toppmálum heilsufarslega og ekki hafa orðið lasin í tvö ár. „Ég hef kannski fundið fyrir særindum í hálsi í tvo daga en aldrei orðið veik. Heilsufarslega séð er ég í toppmálum,“ segir Dísa. Hún segir fjóra þætti spila lykilhlutverk þegar kemur að því. Þeir eru svefn, næring, andlegt ástand og hreyfing. „Ef þeir eru í lagi og þú hugsar um þá, þá verður þú heilsufarslega í góðum málum.“ Þeir sem hafa íhugað að sneiða hjá kjöti og fiski, og jafnvel öllum dýraafurðum, ættu ekki að breyta öllu á einum degi að mati Dísu. „Ég tók mér minn tíma í að finna mér matvæli í staðinn fyrir kjöt og fisk. Maður getur lent í því að líkaminn fari í sjokk ef maður gerir þetta einn, tveir og bingó! Þá verður maður þreyttur og í slæmu standi.“ Fjöldi þekktra íþróttamanna hafa sýnt fram á að það er vel hægt að ná árangri án þess að fá prótín úr dýraafurðum. Þar á meðal bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Damien Lillard sem spilar fyrir Portland Trail Blazers og kraftlyftingakonan Hulda B. Waage, sem setti Íslandsmet í fyrra með því að taka 205 kíló í hnébeygju í búnaði. Labor! Ready for the season ! #RipCity A post shared by Damian Lillard (@damianlillard) on Sep 4, 2017 at 6:23pm PDT 205kg squat. Icelandic record. #veganpower #plantfueled #vegan #powerlifting #ipf #icelandicrecord #recordholder A post shared by Hulda B Waage VeganPowerlifter (@huldabwaage) on Nov 11, 2016 at 1:16pm PST
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira