Díana Guðjónsdóttir var ósátt við einbeitingarleysi sinna manna er Haukar töpuðu fyrir Fram í N1-deild kvenna á heimavelli í dag.
Fram hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 15-13, og jók muninn í fimm í síðari hálfleik. Haukar náðu að bíta frá sér á síðustu mínútu leiksins og minnka muninn í eitt mark en nær komust þeir ekki.
„Leikmenn verða að fara að byrja leikinn á réttum tíma og spila almennilega í 60 mínútur. Handboltinn hefur ekkert breyst og leikurinn er bara þetta langur. Það vita þær vel," sagði Díana.
„Einbeitingin klikkaði hjá okkur í dag. Það voru margir hlutir gerðir vel á ákveðnum tímapunktum í leiknum en svo virtust leikmenn detta í einstaklingshlutverkin. Það voru margar lélegar sendingar hjá okkur og leikmenn ætluðu greinilega að fara auðveldu leiðina að þessu. Það er ekki hægt í handbolta."
