Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. október 2017 11:52 Birna Rún Eiríksdóttir leikkona segir að eftir pistil Bjarkar Guðmundsdóttir hafi hún áttað sig á því að ofbeldi af þessu tagi er ekki bara kynferðislegt og oft erfitt að skilja það eða setja puttann á það. „Ég er engin Björk Guðmundsdóttir, og ekki heldur Angelina Jolie. Ég er aðeins lítil leikkona sem býr í Hafnarfirði. En einmitt þess vegna langar mig að tjá mig opinbert hvað varðar fréttir vikunnar um Weinstein, eftir að Björk setti hlutina í samhengi og veitti mér innblástur og skilning.“ Svona hefst einlægur pistill leikkonunnar og Edduverðlaunahafans Birnu Rúnar Eiríksdóttir sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í dag. Birna er 24 ára gömul og útskrifaðist sem leikkona á síðasta ári en hún vakti gríðarlega athygli fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Réttur. „Ferill minn er því nýhafin og reynslan ekki mikil. Þrátt fyrir þessa litlu reynslu þá hef ég mikla þörf fyrir að tjá mig um kynbundið ofbeldi á þessu starfsviði.“„Klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út“ Birna byrjaði 16 ára að leika og hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum fyrir framan og aftan myndavélina og kynnst mörgum leikstjórum í gegnum nám sitt. „Eftir pistil Bjarkar hef ég áttað mig á því að ofbeldi af þessu tagi er ekki bara kynferðislegt og oft erfitt að skilja það eða setja puttann á það. Það sem ég hef fundið kemur fram í mörgum mismunandi myndum. Sumt snýst um útlit og þörf leikstjóra fyrir því að ég sé kynþokkafull, eða sýni hold þegar það styður ekki við það sem við erum að gera. Annað eru leikstjórar sem eiga erfitt með það að ég standi með sjálfri mér og þarfnist þeirra ekki, og beita því andlegu ofbeldi. Það hefur tekið á í gegnum námið og eftir það, að elska mig eins og ég er. Að standa með mínum skoðunum og að skilja að ég sé klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út.“ Birna lýsir verkefni þar sem hún stóð á sínu þegar hún var ósammála leikstjóra sem bað um kynferðislega tilburði í leik og bað hana að klæðast færri fötum. „Þá hentuðu mínar skoðanir honum ekki. Ég hef líka orðið fyrir andlegu ofbeldi í verkefni þar sem ég virtist á einhvern hátt ógna öryggi leikstjórans með því að vera of örugg, að ganga það vel í lífinu að ég var á engan hátt háð hans skoðunum á mér. Í báðum þessum verkefnunum var ég metnaðarfull og útkoman sannaði það. Ég ræddi þessa hegðun í bæði skiptin og fékk nákvæmlega sömu svör frá tveimur mjög ólíkum mönnum: ,,þú varst bara svo utan hugar og metnaðarlaus’’. Þeir töldu það vera afsökun fyrir hegðun þeirra gagnvart mér. Kemur svo sem ekki á óvart að orðaforðinn sé fátæklegur, enda líklegast ekki oft sem þeir fá að heyra frá lítilli leikkonu að henni misbjóði hegðun þeirra. Taka má fram að þetta var ekki auðvelt og jafnvel eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert, viðurkennt að mér sé misboðið.“ Birna segir að það að hún standi upp fyrir sér sé mikil undantekning. Gamall skítur sem engum tekst að þrífa „Svo oft hef ég trúað því að það sé samasem merki milli kynþokka míns og hæfileika. Að ég nái lengra, uppfylli ég þær kröfur sem oftar en ekki eru blautir draumar leikstjórans. aðstoðarleikstjórans, framleiðandans. Ég hef bæði gefið eftir og þar með verið misnotuð, og líka gengið burt og því orðið skíthrædd um framtíð mína.“ Birna segir að það séu allir hræddir og viðgangist þetta innan þessa bransa. „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Mig langaði að segja þeim sem ekki átta sig á því að þetta er ekki bara einhver Weinstein útí Hollywood. Þetta er allstaðar og kemur fram í allskyns myndum. Jafnvel innan þeirra veggja sem ég trúði að færi fram ótrúlega fagleg vinna og þar sætu upplýstasta fólk Íslands. Fólkið sem er svo duglegt að gagnrýna hið ýmsa við okkar samfélag og hefur unnið við að endurspegla það á sviðinu. Jafnvel þar, er líka gröftur. Gamall skítur sem engum tekst að þrífa því að það eru allir svo hræddir, og halda bara áfram að gera sexy pósur ofan á öllun greftrinum. Hræddir við framtíð sína sem leikkona eða leikari. Það er raun magnað að komast þaðan án átröskunar eða skakkrar sjálfsmyndar af einhverju tagi.“ Birna segir að það sé átakanlegt að hún skilji þetta svona vel aðeins 24 ára gömul. „Ég er þakklát fyrir að átta mig á þessu núna, svona snemma. Þakklát fyrir að skilja svona snemma að x í því sem ég geri. Ég ætla alltaf að standa með sjálfri mér. Ég er þakklát þeirri vinnu sem ég er í núna og virkilega hressandi að vera með leikstýru sem gefur mér innblástur í faglegu umhverfi. Ég var heppin að hitta eitt sinn ofboðslega kláran og faglegan sviðslistamann sem hafði orðið vitni af ofbeldisfullu verkefnaferli sem ég var í. Hann sagði við mig : ,,Mundu alltaf að þú ert sjúklega klár leikkona og átt framtíðina fyrir þér, það hefur ekkert með líkamsvöxt þinn að gera. Ekkert. Ég vildi óska að allar leikkonur væru með það á hreinu.“ MeToo Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Ég er engin Björk Guðmundsdóttir, og ekki heldur Angelina Jolie. Ég er aðeins lítil leikkona sem býr í Hafnarfirði. En einmitt þess vegna langar mig að tjá mig opinbert hvað varðar fréttir vikunnar um Weinstein, eftir að Björk setti hlutina í samhengi og veitti mér innblástur og skilning.“ Svona hefst einlægur pistill leikkonunnar og Edduverðlaunahafans Birnu Rúnar Eiríksdóttir sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í dag. Birna er 24 ára gömul og útskrifaðist sem leikkona á síðasta ári en hún vakti gríðarlega athygli fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Réttur. „Ferill minn er því nýhafin og reynslan ekki mikil. Þrátt fyrir þessa litlu reynslu þá hef ég mikla þörf fyrir að tjá mig um kynbundið ofbeldi á þessu starfsviði.“„Klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út“ Birna byrjaði 16 ára að leika og hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum fyrir framan og aftan myndavélina og kynnst mörgum leikstjórum í gegnum nám sitt. „Eftir pistil Bjarkar hef ég áttað mig á því að ofbeldi af þessu tagi er ekki bara kynferðislegt og oft erfitt að skilja það eða setja puttann á það. Það sem ég hef fundið kemur fram í mörgum mismunandi myndum. Sumt snýst um útlit og þörf leikstjóra fyrir því að ég sé kynþokkafull, eða sýni hold þegar það styður ekki við það sem við erum að gera. Annað eru leikstjórar sem eiga erfitt með það að ég standi með sjálfri mér og þarfnist þeirra ekki, og beita því andlegu ofbeldi. Það hefur tekið á í gegnum námið og eftir það, að elska mig eins og ég er. Að standa með mínum skoðunum og að skilja að ég sé klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út.“ Birna lýsir verkefni þar sem hún stóð á sínu þegar hún var ósammála leikstjóra sem bað um kynferðislega tilburði í leik og bað hana að klæðast færri fötum. „Þá hentuðu mínar skoðanir honum ekki. Ég hef líka orðið fyrir andlegu ofbeldi í verkefni þar sem ég virtist á einhvern hátt ógna öryggi leikstjórans með því að vera of örugg, að ganga það vel í lífinu að ég var á engan hátt háð hans skoðunum á mér. Í báðum þessum verkefnunum var ég metnaðarfull og útkoman sannaði það. Ég ræddi þessa hegðun í bæði skiptin og fékk nákvæmlega sömu svör frá tveimur mjög ólíkum mönnum: ,,þú varst bara svo utan hugar og metnaðarlaus’’. Þeir töldu það vera afsökun fyrir hegðun þeirra gagnvart mér. Kemur svo sem ekki á óvart að orðaforðinn sé fátæklegur, enda líklegast ekki oft sem þeir fá að heyra frá lítilli leikkonu að henni misbjóði hegðun þeirra. Taka má fram að þetta var ekki auðvelt og jafnvel eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert, viðurkennt að mér sé misboðið.“ Birna segir að það að hún standi upp fyrir sér sé mikil undantekning. Gamall skítur sem engum tekst að þrífa „Svo oft hef ég trúað því að það sé samasem merki milli kynþokka míns og hæfileika. Að ég nái lengra, uppfylli ég þær kröfur sem oftar en ekki eru blautir draumar leikstjórans. aðstoðarleikstjórans, framleiðandans. Ég hef bæði gefið eftir og þar með verið misnotuð, og líka gengið burt og því orðið skíthrædd um framtíð mína.“ Birna segir að það séu allir hræddir og viðgangist þetta innan þessa bransa. „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Mig langaði að segja þeim sem ekki átta sig á því að þetta er ekki bara einhver Weinstein útí Hollywood. Þetta er allstaðar og kemur fram í allskyns myndum. Jafnvel innan þeirra veggja sem ég trúði að færi fram ótrúlega fagleg vinna og þar sætu upplýstasta fólk Íslands. Fólkið sem er svo duglegt að gagnrýna hið ýmsa við okkar samfélag og hefur unnið við að endurspegla það á sviðinu. Jafnvel þar, er líka gröftur. Gamall skítur sem engum tekst að þrífa því að það eru allir svo hræddir, og halda bara áfram að gera sexy pósur ofan á öllun greftrinum. Hræddir við framtíð sína sem leikkona eða leikari. Það er raun magnað að komast þaðan án átröskunar eða skakkrar sjálfsmyndar af einhverju tagi.“ Birna segir að það sé átakanlegt að hún skilji þetta svona vel aðeins 24 ára gömul. „Ég er þakklát fyrir að átta mig á þessu núna, svona snemma. Þakklát fyrir að skilja svona snemma að x í því sem ég geri. Ég ætla alltaf að standa með sjálfri mér. Ég er þakklát þeirri vinnu sem ég er í núna og virkilega hressandi að vera með leikstýru sem gefur mér innblástur í faglegu umhverfi. Ég var heppin að hitta eitt sinn ofboðslega kláran og faglegan sviðslistamann sem hafði orðið vitni af ofbeldisfullu verkefnaferli sem ég var í. Hann sagði við mig : ,,Mundu alltaf að þú ert sjúklega klár leikkona og átt framtíðina fyrir þér, það hefur ekkert með líkamsvöxt þinn að gera. Ekkert. Ég vildi óska að allar leikkonur væru með það á hreinu.“
MeToo Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira