Er vitnað í skrif ástralska plötusnúðarins DJ Smallzy sem segir Sheeran hafa handleggsbrotnað í slysinu.
Sheeran átti fyrir höndum tónleikaferð um Asíu og gæti því þetta slys sett strik í reikninginn. Hann virðist vera nokkur hrakfallabálkur en þess er skemmst að minnast að hann var á ferðalagi hér á landi og brenndist illa eftir að hafa stigið í hver.
Sjá einnig:Steig í hver og brenndist illa
Sheeran birti sjálfur mynd af sér á Instagram þar sem hann segist hafa lent í smá slysi og bíði eftir niðurstöðum lækna.