Dana White reddar einkaeyju fyrir UFC bardaga í hverri viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 10:00 Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að láta neitt stoppa sig eða næsta bardagakvöld. EPA/SHAWN THEW Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið. MMA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið.
MMA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira