Víðir hlær og slær framboð til forseta út af borðinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 13:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, á einum af mörgum upplýsingafundum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum. Forseti Íslands Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum.
Forseti Íslands Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira