Lífið

Svona var Veisla með Herra Hnetusmjöri

Tinni Sveinsson skrifar
Herra Hnetusmjör hélt veislu á Stöð 2 í kvöld.
Herra Hnetusmjör hélt veislu á Stöð 2 í kvöld. Stöð 2

Í kvöld var skemmtiþáttur með Herra Hnetusmjör sýndur í beinni útsendingu frá Stúdíói Stöðvar 2.

Þátturinn var veisla fyrir augu og eyru. Fram komu Friðrik Dór, Jón Jónsson, Bríet, Sóli Hólm, Huginn, Emmsjé Gauti, Birnir, Aron M. Ólafsson, Salka Sól, Þormóður, Sturla Atlas, Birgir Hákon og Luigi. 

Auk tónlistar var boðið upp á spurningaleiki, þrautir, leiki og almenn skemmtilegheit. Meðal annars reyndi Herra sjálfur fyrir sér í eftirhermum og fékk Sóla Hólm til að þjálfa sig.

„Ég fékk símtal um daginn og bauðst að fá klukkutíma í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi og gera bara það sem mig langar til að gera. Ég verð veislustjóri. Það verða einhver lög tekin en þetta verður allt mjög grillað og ekki hefðbundnir streymistónleikar heldur skemmtiþáttur með tónlistaratriðum,“ sagði Herra Hnetusmjör í Bítinu í gær.

„Ég held að þau munu sjá vel eftir þessu því þetta verður vel grillað, steikt og súrt. Ég er að fá til mín alla vini mína eða alla sem eru með yfir fimm þúsund fylgjendur á Instagram,“ sagði Herra Hnetusmjör.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.