Sport

75 ára KR goðsögn deyr ekki ráðalaus og pílar sig í gegnum samkomubannið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Goggi mundar píluna.
Goggi mundar píluna. mynd/s2s

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Þorgeir Guðmundsson deyr ekki ráðalaus í samkomubanni en hann er einn besti pílukastari landsins.

Þessi 75 ára KR-goðsögn varð nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR á árum áður en nú er það pílan sem á hug hans og hjarta.

Hann hefur nælt sér í nokkra Íslandsmeistaratitla í pílunni en á dögum samkomubanns verður að spila í gegnum netið. Henry Birgir Gunnarsson kíkti á Gogga, eins og hann er oftast kallaður, en hann spilar nú í móti sem Grindvíkingurinn Matthías Örn Friðriksson setti upp í gegnum netið.

Hann segir að pílukastið hafi tekið mikinn kipp eftir að Stöð 2 Sport hóf sýningar frá mótinu.

„Pílan er á fljúgandi siglingu. Í fyrra voru fjórtán eða fimmtán lið hjá Pílufélagi Reykjavíkur. Það mega mæta eins margir og þú vilt en það verða að minnsta kosti að mæta fjórir. Það var komið upp í 24 lið núna og það þurfti að skipta því upp á tvo daga,“ sagði Goggi.

Þetta frábæra innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í kvöld - Goggi píla í bílskúrnum

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×