Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Karl Lúðvíksson skrifar 9. apríl 2020 11:00 Þetta er það sem veiðimenn eru vaniari í vorveiði en ekki ísilagðri á. Mynd frá Vatnamótum. Nú eru níu dagar síðan veiði hófst og það eru margir sem hafa farið í sína árlegu vorveiði en komið í aðstæður sem verða seint taldar heppilegar. Það hafa komið augnablik þar sem það hefur verið hægt að veiða en það heyrir til undantekninga. Veiðiskilyrðin eru kuldi og árnar margar hverjar fullar af ís og krapa, þar af leiðandi óveiðandi. Við höfum heyrt af þessu í Tungulæk, Tungufljóti og Vatnamótum bara til að nefna nokkur svæði en önnur veiðisvæði sem hafa dottið út að hluta úr degi eru t.d. Minnivallalækur en það er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Þetta getur þó ekki annað en batnað þar sem það vorar hægt og rólega næstu daga og vikur. Það er þó hægt að líta á einn ljósan punkt í þessum skilyrðum og það er að þetta heldur sjóbirtingnum oft lengur í ánum og þar af leiðandi er hægt að vera í góðri veiði oft vel inní maí. Fyrir þá sem vilja aðeins betra veður við veiðarnar eru þetta góðar fréttir. Stærsti birtingurinn sem við höfum heyrt af í vor er 93 sm fiskur sem veiddist við Fossála og það eru ekki margir sjóbirtingar sem verða mikið stærri en þetta, aftur á móti verða þeir gjarnar sverari með aldrinum. Stangveiði Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Nú eru níu dagar síðan veiði hófst og það eru margir sem hafa farið í sína árlegu vorveiði en komið í aðstæður sem verða seint taldar heppilegar. Það hafa komið augnablik þar sem það hefur verið hægt að veiða en það heyrir til undantekninga. Veiðiskilyrðin eru kuldi og árnar margar hverjar fullar af ís og krapa, þar af leiðandi óveiðandi. Við höfum heyrt af þessu í Tungulæk, Tungufljóti og Vatnamótum bara til að nefna nokkur svæði en önnur veiðisvæði sem hafa dottið út að hluta úr degi eru t.d. Minnivallalækur en það er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Þetta getur þó ekki annað en batnað þar sem það vorar hægt og rólega næstu daga og vikur. Það er þó hægt að líta á einn ljósan punkt í þessum skilyrðum og það er að þetta heldur sjóbirtingnum oft lengur í ánum og þar af leiðandi er hægt að vera í góðri veiði oft vel inní maí. Fyrir þá sem vilja aðeins betra veður við veiðarnar eru þetta góðar fréttir. Stærsti birtingurinn sem við höfum heyrt af í vor er 93 sm fiskur sem veiddist við Fossála og það eru ekki margir sjóbirtingar sem verða mikið stærri en þetta, aftur á móti verða þeir gjarnar sverari með aldrinum.
Stangveiði Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði